Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. júní 2018 10:57 Bragi Guðbrandsson Vísir/Vilhelm Velferðarráðuneytið gerði ekki fullnægjandi ráðstafanir með vísan til til yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna til að upplýsa það hvor og þá hvaða grundvöllur væri fyrir þeim ávirðingum sem bornar voru á Barnaverndarstofu og starfsmenn hennar og þá einkum forstjóra hennar. Þetta er niðurstaða óháðrar úttektar á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins í kjölfar kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna Barnaverndarstofu og forstjóra hennar. Í úttektinni kemur fram að þær ávirðingar sem settar voru fram og beindust að störfum forstjórans hafi verið þess eðlis að ráðuneytinu bar að afla frekari upplýsinga um þær til þess að það gæti tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri að hefja frekari athugun á störfum forstjórans hjá Barnaverndarstofu og þá eftir atvikum hvort leggja ætti málið í formlegan farveg samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, eða taka ákvörðun um að aðhafast ekki frekar. Í úttektinni er tekið fram að það sé talið hæpið að ráðuneytið hafi í ljósi þeirra takmörkuðu gagna sem það hafði aflað við meðferð málsins verið í aðstöðu til að fullyrða að forstjórinn hafi farið „út fyrir verksvið sitt“ með því að beina málinu ekki til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þegar ljóst varð að um ágreining vegna umgengni væri að ræða. Niðurstaðan var kynnt á blaðamannafundi klukkan 11 í Þjóðminjasafninu en úttektina má lesa hér. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson hafi sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram að ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna.Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þar sem skýrslan um einkavæðingu Búnaðarbankans var kynnt á sínum tíma.VÍSIR/VILHELMKjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, stýrði úttektinni ásamt Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Úttektin var gerð að tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hafði óskað eftir því að farið yrði í úttektina. Kjartan Bjarni hefur reynslu af óháðum úttektum. Þeir Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, skipuðu Rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem falið var að skoða einkavæðingu Búnaðarbankans á sínum tíma.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Velferðarráðuneytið gerði ekki fullnægjandi ráðstafanir með vísan til til yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna til að upplýsa það hvor og þá hvaða grundvöllur væri fyrir þeim ávirðingum sem bornar voru á Barnaverndarstofu og starfsmenn hennar og þá einkum forstjóra hennar. Þetta er niðurstaða óháðrar úttektar á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins í kjölfar kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna Barnaverndarstofu og forstjóra hennar. Í úttektinni kemur fram að þær ávirðingar sem settar voru fram og beindust að störfum forstjórans hafi verið þess eðlis að ráðuneytinu bar að afla frekari upplýsinga um þær til þess að það gæti tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri að hefja frekari athugun á störfum forstjórans hjá Barnaverndarstofu og þá eftir atvikum hvort leggja ætti málið í formlegan farveg samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, eða taka ákvörðun um að aðhafast ekki frekar. Í úttektinni er tekið fram að það sé talið hæpið að ráðuneytið hafi í ljósi þeirra takmörkuðu gagna sem það hafði aflað við meðferð málsins verið í aðstöðu til að fullyrða að forstjórinn hafi farið „út fyrir verksvið sitt“ með því að beina málinu ekki til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þegar ljóst varð að um ágreining vegna umgengni væri að ræða. Niðurstaðan var kynnt á blaðamannafundi klukkan 11 í Þjóðminjasafninu en úttektina má lesa hér. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson hafi sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram að ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna.Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þar sem skýrslan um einkavæðingu Búnaðarbankans var kynnt á sínum tíma.VÍSIR/VILHELMKjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, stýrði úttektinni ásamt Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Úttektin var gerð að tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hafði óskað eftir því að farið yrði í úttektina. Kjartan Bjarni hefur reynslu af óháðum úttektum. Þeir Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, skipuðu Rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem falið var að skoða einkavæðingu Búnaðarbankans á sínum tíma.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52