Fótbolti

Króatía marði Senegal í síðasta leiknum fyrir HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ivan Rakitic í baráttunni gegn Senegal í kvöld.
Ivan Rakitic í baráttunni gegn Senegal í kvöld. vísir/getty
Króatar komu með sigur á bakinu inn á HM í Rússlandi í sumar eftir 2-1 sigur gegn Senegal í kvöld.

Króatar, sem eru í riðli með Íslendingum á HM, lentu undir í leiknum. Senegal komst yfir með marki frá Ismaila Sarr á 48. mínútu.

Fimmtán mínútum síðar jafnaði Ivan Perisic metin og tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Andrej Kramaric, leikmaður Hoffenheim, sigurmarkið.

Leikið var í Osijek í Króatíu en nú halda Króatar til Rússlands þar sem þeir eru í riðli með okkur Íslendingum. Fyrsti leikur Króata er gegn Nígeríu næsta laugardag.

Senegal er einnig á leiðinni á HM en þar eru þeir í riðli með Póllandi, Japan og Kólumbíu. Þeir spila einn leik í viðbót áður en þeir fara til Rússlands því á mánudaginn spila þeir við Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×