Fótbolti

Heimsmeistararnir mörðu Sádi-Arabíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þrír glæsilegir í leiknum í kvöld.
Þrír glæsilegir í leiknum í kvöld. vísir/getty
Ríkjandi heimsmeistarar, Þjóðverjar, mörðu Sádi-Araba, 2-1, í síðasta vináttulandsleik þjóðanna áður en haldið verður á HM í Rússlandi.

Timo Werner, framherji RB Leipzig, kom Þjóðverjum yfir strax á áttundu mínútu og skömmu fyrir hálfleik varð Omar Hawsawi fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Sádarnir voru ekki að baki brottnir og fengu vítaspyrnu á 84. mínútu sem Mohammed Al-Sahlawi klúðraði en frákastið tók Taisir Al-Jassim sem skoraði. Lokatölur 2-1.

Þjóðverjar hefja leik á HM á sunnudaginn eftir rúma viku er þeir mæta Mexíkó en einnig eru Svíar og Kórea í riðlinum með heimsmeisturunum.

Sádi-Arabía er í A-riðlinum. Þar leika heimamenn í Rússum, Úrúgvæ og Egyptaland ásamt Sádi-Arabíu og hefst keppni í A-riðlinum á fimmtudag.

Pólverjar og Síle gerðu 2-2 jafntefli einnig í vináttulandsleik í kvöld. Robert Lewandowski og Piotr Zielinski komu Pólverjum í 2-0 en mörk frá Diego Valdes og Miiko Albornoz jöfnuðu fyrir Síle.

Pólland er með Senegal, Kólumbíu og Japan í riðli en Pólverjar leika einn vináttulandsleik til viðbótar. Þeir mæta Litháen á þriðjudag. Síle er hins vegar ekki á leið á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×