Faðir Viðars Arnar: Við erum ekki að fara á æfingamót í Bandaríkjunum, við erum að fara á HM í knattspyrnu Einar Sigurvinsson skrifar 9. júní 2018 10:45 Viðar Örn Kjartansson. vísir/andri marinó „Menn eru valdir í landsliðið út á frammistöðu með sínu félagsliði, ég trúi bara ekki öðru. Þess vegna voru þetta gríðarleg vonbrigði,“ segir Kjartan Björnsson, faðir Viðars Arnar Kjartanssonar, sóknarmanns Maccabi Tel Aviv. Viðar Örn var ekki valinn í 23-manna hóp Íslands fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar en Kjartan sagði skoðun sína á því við Reykjavík síðdegis í gær. „Hann er markahæstur ásamt tveimur öðrum árið 2013 í Pepsi-deildinni. Hann er 2014 markahæstur í Noregi með 25 mörk. Hann er 2015 fjórði markahæstur í Kína og bikarmeistari. Síðan 2016 er hann markahæstur í Ísrael,“ sagði Kjartan. Viðar Örn hefur á ferlinum skorað 149 mörk í 272 leikjum. „Ég veit ekki til þess að neinir af þessum keppendum hans hafi náð þessum árangri, en þetta er sennilega ekki nógu mikill árangur. Þá bara er það mat þjálfaranna.“ „Á hvaða forsendum velja menn leikmenn? Það er vanur og reyndur varamarkvörður sem er ekki valinn í liðið. Tveir ungir menn valdir. En við erum ekki að fara á æfingamót í Bandaríkjunum, við erum að fara á HM í knattspyrnu. Þá hljóta menn að velja reynsluna umfram einhverja tímabundna getu og á forsendum frammistöðu með sínu félagsliði.“ Kjartan var einnig ósáttur með blaðamenn fyrir litla gagnrýni á val landsliðsþjálfaranna. „Það var haldinn blaðamannafundum um valið á liðinu og þá trúir maður því og treystir að spurðar séu gagnrýnar spurningar. En nei. Það var að vísu tengdafaðir sem spyr gagnrýnnar spurningar en hinir bara spila allir með.“ Þar minnist Kjartan á Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar. Steinar spurði á blaðamannafundinum hvort val landsliðsþjálfaranna hefði verið faglegt. „Mér finnst allt í lagi að blaðamenn á Íslandi sýni örlitla vitleitni til þess að spyrja gagnrýnna spurninga. Það er eitthvað allsherjar partý í gangi og það má ekki setja neinn skugga á það. En á bak við þetta eru allskonar skoðanir og tilfinningar og þar hafa blaðamenn alls ekki staðið sig.“ Aldrei fengið skýringu frá þjálfurumViðar Örn í leik með Maccabi.vísir/gettyKjartan veit ekki til þess að Viðar hafi ekki verið valinn í landsliðið vegna einhverra annarra þátta en frammistöðu sinnar. Fyrir landsliðsverkefni í nóvember 2016 sást til Viðars Arnars drekka áfengi, en þeirri drykkju var lokið að sögn Viðars 12 klukkustundum áður en hann kom til móts við landsliðið. „Það mál er alveg sér kafli út af fyrir sig. Þá var hann í fríi og menn hafa leyfi til þess að gera það sem þeir vilja gera þegar þeir eru í fríi. Benedikt Bóas fór í þetta mál fjórum eða fimm mánuðum seinna og það var mjög ósmekklegt af hans hálfu.“ Hið rétta er að Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis spurði Heimi út í atvikið á blaðamannafundi í mars, þá fjórum mánuðum eftir atvikið. „Heimir eða landsliðsþjálfararnir hafa aldrei útskýrt það, hvorki 2016 né núna 2018, hvað í rauninni býr þarna að baki. En aðalatriðið er þetta. Þú velur auðvitað besta liðið sem þú telur að geti staðið sig og það er væntanlega á forsendum einhverra hluta. Það er það sem ég er svo undrandi á.“ Þá segir Kjartan að Heimir Hallgrímsson hafi reynst þeim feðgum vel. „Þjálfarinn hins vegar hafði þau áhrif á okkur árið 2009 að hann fékk Viðar til þess að koma til Vestmannaeyja. Við bárum alveg ómælda virðingu fyrir manninum á þeim árum. En hlutirnir þróast og breytast.“ „Ég ætla ekki að vera einhver grenjukall hérna. Ég náttúrulega styð bara íslenska landsliðið,“ sagði Kjartan að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
„Menn eru valdir í landsliðið út á frammistöðu með sínu félagsliði, ég trúi bara ekki öðru. Þess vegna voru þetta gríðarleg vonbrigði,“ segir Kjartan Björnsson, faðir Viðars Arnar Kjartanssonar, sóknarmanns Maccabi Tel Aviv. Viðar Örn var ekki valinn í 23-manna hóp Íslands fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar en Kjartan sagði skoðun sína á því við Reykjavík síðdegis í gær. „Hann er markahæstur ásamt tveimur öðrum árið 2013 í Pepsi-deildinni. Hann er 2014 markahæstur í Noregi með 25 mörk. Hann er 2015 fjórði markahæstur í Kína og bikarmeistari. Síðan 2016 er hann markahæstur í Ísrael,“ sagði Kjartan. Viðar Örn hefur á ferlinum skorað 149 mörk í 272 leikjum. „Ég veit ekki til þess að neinir af þessum keppendum hans hafi náð þessum árangri, en þetta er sennilega ekki nógu mikill árangur. Þá bara er það mat þjálfaranna.“ „Á hvaða forsendum velja menn leikmenn? Það er vanur og reyndur varamarkvörður sem er ekki valinn í liðið. Tveir ungir menn valdir. En við erum ekki að fara á æfingamót í Bandaríkjunum, við erum að fara á HM í knattspyrnu. Þá hljóta menn að velja reynsluna umfram einhverja tímabundna getu og á forsendum frammistöðu með sínu félagsliði.“ Kjartan var einnig ósáttur með blaðamenn fyrir litla gagnrýni á val landsliðsþjálfaranna. „Það var haldinn blaðamannafundum um valið á liðinu og þá trúir maður því og treystir að spurðar séu gagnrýnar spurningar. En nei. Það var að vísu tengdafaðir sem spyr gagnrýnnar spurningar en hinir bara spila allir með.“ Þar minnist Kjartan á Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar. Steinar spurði á blaðamannafundinum hvort val landsliðsþjálfaranna hefði verið faglegt. „Mér finnst allt í lagi að blaðamenn á Íslandi sýni örlitla vitleitni til þess að spyrja gagnrýnna spurninga. Það er eitthvað allsherjar partý í gangi og það má ekki setja neinn skugga á það. En á bak við þetta eru allskonar skoðanir og tilfinningar og þar hafa blaðamenn alls ekki staðið sig.“ Aldrei fengið skýringu frá þjálfurumViðar Örn í leik með Maccabi.vísir/gettyKjartan veit ekki til þess að Viðar hafi ekki verið valinn í landsliðið vegna einhverra annarra þátta en frammistöðu sinnar. Fyrir landsliðsverkefni í nóvember 2016 sást til Viðars Arnars drekka áfengi, en þeirri drykkju var lokið að sögn Viðars 12 klukkustundum áður en hann kom til móts við landsliðið. „Það mál er alveg sér kafli út af fyrir sig. Þá var hann í fríi og menn hafa leyfi til þess að gera það sem þeir vilja gera þegar þeir eru í fríi. Benedikt Bóas fór í þetta mál fjórum eða fimm mánuðum seinna og það var mjög ósmekklegt af hans hálfu.“ Hið rétta er að Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis spurði Heimi út í atvikið á blaðamannafundi í mars, þá fjórum mánuðum eftir atvikið. „Heimir eða landsliðsþjálfararnir hafa aldrei útskýrt það, hvorki 2016 né núna 2018, hvað í rauninni býr þarna að baki. En aðalatriðið er þetta. Þú velur auðvitað besta liðið sem þú telur að geti staðið sig og það er væntanlega á forsendum einhverra hluta. Það er það sem ég er svo undrandi á.“ Þá segir Kjartan að Heimir Hallgrímsson hafi reynst þeim feðgum vel. „Þjálfarinn hins vegar hafði þau áhrif á okkur árið 2009 að hann fékk Viðar til þess að koma til Vestmannaeyja. Við bárum alveg ómælda virðingu fyrir manninum á þeim árum. En hlutirnir þróast og breytast.“ „Ég ætla ekki að vera einhver grenjukall hérna. Ég náttúrulega styð bara íslenska landsliðið,“ sagði Kjartan að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira