Fótbolti

Keilan í hátíðarbúningi fékk sitt eigið sæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það virtist fara vel um keiluna.
Það virtist fara vel um keiluna. vísir/vilhelm
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hélt í morgun til Rússlands þar sem liðið spilar í D-riðli heimsmeistaramótsins sem hefst á fimmtudaginn næstkomandi.

Þegar Ísland fór á EM 2016 vakti mikla athygli að á hópmynd strákanna okkar, áður en þeir settust upp í flugvélina, leyndist keila í bakgrunni myndarinnar.

Að þessu var gert stólpagrín og körfuboltalandsliðið lét einnig mynda sig með keiluna í bakgrunni er liðið hélt á Eurobasket í Finnlandi í fyrra.

Kvennalandsliðið gerði slíkt hið sama og var keilan allsráðandi er stelpurnar okkar spiluðu á EM í Hollandi síðasta sumar. Keilan orðin ómissandi hluti af góðri liðsmynd í Keflavík.

Keilan var að sjálfsögðu á sínum stað er strákarnir stilltu sér upp fyrir framan vélina í morgun en nú var hins vegar búið að klæða hana í hátíðarbúning, fánaliti Íslands.

Keilan fékk ekki bara vera með á myndinni heldur fékk hún einnig að fara með til Rússlands. Hún tók eitt af sætunum en var umkringd töskum. Mynd af þessu má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð

Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×