Strákarnir okkar komnir til Rússlands Kolbeinn Tumi Daðason í Gelindzhik skrifar 9. júní 2018 17:21 Landsliðshópurinn mættur til Rússlands. Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair með landsliðsmenn Íslands innanborðs lenti á flugvellinum í Gelindzhik um korter yfir fimm að íslenskum tíma, korter yfir átta að staðartíma eftir tæplega sex tíma flug frá Keflavík. Flugið frá Íslandi gekk vel. Leikmenn og aðrir farþegar gátu valið á milli piri piri kjúklingasalats og nautalundar í matinn. Lax var í forrétt og Omnomm súkkulaðifrauð í eftirrétt. Flestir skiptu úr nýju sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum og yfir í þægilegri fatnað á meðan á fluginu stóð til að sem best færi um þá. Þegar styttist í lendingu fundu menn svo jakkafötin aftur svo þeir voru í sínu fínasta pússi þegar gengið var frá borði. Flugstjóri var Guðmundur Gíslason og bauð hann farþega velkomna fram í vél til að ræða málin ef svo bar undir. Þá óskaði hann liðinu góðs gengis og það sama gerðu flugfreyjur Icelandair við lendingu. Hópurinn bíður eftir að fara upp í rútuna sem flytur þá á hótelið. Vísir/VilhelmFyrst frá borði voru Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar. Í kjölfarið komu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Þar á eftir aðrir leikmenn og svo starfsfólk KSÍ. Þegar út var komið ræddu þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson við rússneska fjölmiðla. Því næst fór hópurinn í rútu sem fer með þá á hótel. Guðni Bergsson sagði í samtali við Stöð 2 ferðalagið hafa verið ánægjulegt. Guðni, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, sagðist vissulega vilja vera í því hlutverki að vera að fara að spila á mótinu en þetta væri það besta í stöðunni. Að myndatöku lokinni héldu landsliðsmenn upp í rútu merkta íslenska liðinu í bak og fyrir og ekið var áleiðis á hótel liðsins. Á morgun er á dagskrá opin æfing hjá íslenska liðinu hér í Gelindzhik þar sem von er á nokkur hundruð manns.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Flugvél Icelandair með landsliðsmenn Íslands innanborðs lenti á flugvellinum í Gelindzhik um korter yfir fimm að íslenskum tíma, korter yfir átta að staðartíma eftir tæplega sex tíma flug frá Keflavík. Flugið frá Íslandi gekk vel. Leikmenn og aðrir farþegar gátu valið á milli piri piri kjúklingasalats og nautalundar í matinn. Lax var í forrétt og Omnomm súkkulaðifrauð í eftirrétt. Flestir skiptu úr nýju sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum og yfir í þægilegri fatnað á meðan á fluginu stóð til að sem best færi um þá. Þegar styttist í lendingu fundu menn svo jakkafötin aftur svo þeir voru í sínu fínasta pússi þegar gengið var frá borði. Flugstjóri var Guðmundur Gíslason og bauð hann farþega velkomna fram í vél til að ræða málin ef svo bar undir. Þá óskaði hann liðinu góðs gengis og það sama gerðu flugfreyjur Icelandair við lendingu. Hópurinn bíður eftir að fara upp í rútuna sem flytur þá á hótelið. Vísir/VilhelmFyrst frá borði voru Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar. Í kjölfarið komu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Þar á eftir aðrir leikmenn og svo starfsfólk KSÍ. Þegar út var komið ræddu þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson við rússneska fjölmiðla. Því næst fór hópurinn í rútu sem fer með þá á hótel. Guðni Bergsson sagði í samtali við Stöð 2 ferðalagið hafa verið ánægjulegt. Guðni, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, sagðist vissulega vilja vera í því hlutverki að vera að fara að spila á mótinu en þetta væri það besta í stöðunni. Að myndatöku lokinni héldu landsliðsmenn upp í rútu merkta íslenska liðinu í bak og fyrir og ekið var áleiðis á hótel liðsins. Á morgun er á dagskrá opin æfing hjá íslenska liðinu hér í Gelindzhik þar sem von er á nokkur hundruð manns.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira