Innlent

Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti

Erla Björg Gunnarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína.

Þjóðin hefur nú í fimm daga lesið fréttir af samtali þingmannanna og hlustað á upptökur. Í glænýrri könnun Maskínu er viðhorf til afsagna þingmannanna sex kannað og eru niðurstöðurnar afgerandi. Mikill meirihluti vill þingmennina af þingi, flestir vilja Gunnar Braga burt eða 91% og fæstir, en þó 74%, vilja Önnu Kolbrúnu þingmann og núverandi þingflokksformann Miðflokksins af þingi.

Einnig er greinilegt að þjóðin vill fá fréttir af atburðum sem þessum en tæplega 87 prósent landsmanna fannst rétt af fjölmiðlum að birta upplýsingar úr upptökunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.