Þúsundir Íslendinga gætu komist hjá krabbameinum ef færri reyktu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2018 07:28 Það er gömul saga og ný að reykingar séu krabbameinsvaldandi. Vísir/afp Hægt væri að koma í veg fyrir þúsundir krabbameinstilfella á Íslandi ef dregið yrði úr reykingum. Vísindamenn á Norðurlöndum hafa reiknað út að ef allir Íslendingar hefðu hætt að reykja árið 2014, þegar um 14 próent landsmanna reyktu, hefði verið hægt að koma í veg fyrir 5.300 krabbameinstilfelli hér á landi fyrir árið 2045. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands, sem stóð meðal annars að rannsókninni, segir að notast hafi verið við útreikninga sem byggjast meðal annars á tölum um reykingavenjur, fólksfjölgun og krabbamein sem geta orsakast vegna reykinga; eins og krabbamein í lungum, vélinda og þvagblöðru. Þar segir jafnframt að ef hlutfall reykingamanna myndi lækka þannig að það væri komið niður í fimm prósent árið 2030 og þrjú prósent árið 2040 mætti koma í veg fyrir 2.600 krabbameinstilfelli á Íslandi fram til ársins 2045. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Sem fyrr segir reyktu um 14 prósent Íslendinga árið 2014 og er fækkun í röðum reykingarmanna því um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma. „Þótt við vitum vel að reykingar valdi krabbameinum er engu að síður óhugnanlegt að sjá svona svart á hvítu hve mikil áhrif þær hafa. Ég vona að niðurstöðurnar opni augu stjórnmálamanna sem eiga að axla ábyrgð og efla aðgerðaráætlanir gegn tóbaksnotkun í samfélaginu. Við getum gert enn betur og það er sannarlega ekki eftir neinu að bíða,“ er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, í tilkynningunni. Rannsóknin, sem birtist í European Journal of Cancer, var gerð með stuðningi Samtaka Norrænna Krabbameinsfélaga og vann úr niðurstöðum frá krabbameinsskrám fimm Norðurlanda; Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Hægt væri að koma í veg fyrir þúsundir krabbameinstilfella á Íslandi ef dregið yrði úr reykingum. Vísindamenn á Norðurlöndum hafa reiknað út að ef allir Íslendingar hefðu hætt að reykja árið 2014, þegar um 14 próent landsmanna reyktu, hefði verið hægt að koma í veg fyrir 5.300 krabbameinstilfelli hér á landi fyrir árið 2045. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands, sem stóð meðal annars að rannsókninni, segir að notast hafi verið við útreikninga sem byggjast meðal annars á tölum um reykingavenjur, fólksfjölgun og krabbamein sem geta orsakast vegna reykinga; eins og krabbamein í lungum, vélinda og þvagblöðru. Þar segir jafnframt að ef hlutfall reykingamanna myndi lækka þannig að það væri komið niður í fimm prósent árið 2030 og þrjú prósent árið 2040 mætti koma í veg fyrir 2.600 krabbameinstilfelli á Íslandi fram til ársins 2045. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Sem fyrr segir reyktu um 14 prósent Íslendinga árið 2014 og er fækkun í röðum reykingarmanna því um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma. „Þótt við vitum vel að reykingar valdi krabbameinum er engu að síður óhugnanlegt að sjá svona svart á hvítu hve mikil áhrif þær hafa. Ég vona að niðurstöðurnar opni augu stjórnmálamanna sem eiga að axla ábyrgð og efla aðgerðaráætlanir gegn tóbaksnotkun í samfélaginu. Við getum gert enn betur og það er sannarlega ekki eftir neinu að bíða,“ er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, í tilkynningunni. Rannsóknin, sem birtist í European Journal of Cancer, var gerð með stuðningi Samtaka Norrænna Krabbameinsfélaga og vann úr niðurstöðum frá krabbameinsskrám fimm Norðurlanda; Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30
Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17
Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56