Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2018 19:30 Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. Velferðarnefnd Alþingis fékk í dag til sín skoskan prófessor í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur. Prófessorinn lauk nýverið við rannsókn á sextíu þúsund breskum ungmennum þar sem kom fram að engin hætta sé á því að veip leiði ungt fólk út í reykingar síðar meir. ,,Við höfum ekki séð að ungt fólk sem notar rafrettur verði háð tóbaki í Bretlandi,“ segir Linda Bauld. Linda segir að í raun séu tengsl milli aukinnar rafrettunotkunnar og þess að reykingar hafi dregist saman. „Á síðustu árum höfum við séð að á meðan rafrettur hafa verið mjög vinsælar meðal ungmenna í Bretlandi hefur tíðni tíðni tóbaksreykinga dregist verulega saman. Jafnvel meira en þær gerðu áður,“ segir Linda. Linda ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að grípa tækifærið sem felist í rafrettum til að komast fyrir tóbaksreykingar og öll þau heilbrigðisvandamál sem þeim fylgja. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafrettur er lagt til að sambærilegar reglur gildi um notkun rafsígarettna og um notkun reyktóbaks og einnig um markaðssetningu og aldursmörk. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar segir nefndina sammála í stórum dráttum um að vinda þurfi ofan af frumvarpinu eins og það lítur núna út. „Það hafa verið hræðsluviðbrögð við því að ungt fólk hafi verið að ánetjast veipinu og fari mögulega í framhaldinu út í tóbaksreykingar. Meðan það gleymist að sjá veipið sem stórkostlega lausn fyrir reykingafólk, þ.e. það sé skaðaminnkun fólgin í að fara úr reykingum í veipið sem virðist vera mun skaðminna en tóbaksreykingar,“ segir Halldóra. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. Velferðarnefnd Alþingis fékk í dag til sín skoskan prófessor í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur. Prófessorinn lauk nýverið við rannsókn á sextíu þúsund breskum ungmennum þar sem kom fram að engin hætta sé á því að veip leiði ungt fólk út í reykingar síðar meir. ,,Við höfum ekki séð að ungt fólk sem notar rafrettur verði háð tóbaki í Bretlandi,“ segir Linda Bauld. Linda segir að í raun séu tengsl milli aukinnar rafrettunotkunnar og þess að reykingar hafi dregist saman. „Á síðustu árum höfum við séð að á meðan rafrettur hafa verið mjög vinsælar meðal ungmenna í Bretlandi hefur tíðni tíðni tóbaksreykinga dregist verulega saman. Jafnvel meira en þær gerðu áður,“ segir Linda. Linda ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að grípa tækifærið sem felist í rafrettum til að komast fyrir tóbaksreykingar og öll þau heilbrigðisvandamál sem þeim fylgja. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafrettur er lagt til að sambærilegar reglur gildi um notkun rafsígarettna og um notkun reyktóbaks og einnig um markaðssetningu og aldursmörk. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar segir nefndina sammála í stórum dráttum um að vinda þurfi ofan af frumvarpinu eins og það lítur núna út. „Það hafa verið hræðsluviðbrögð við því að ungt fólk hafi verið að ánetjast veipinu og fari mögulega í framhaldinu út í tóbaksreykingar. Meðan það gleymist að sjá veipið sem stórkostlega lausn fyrir reykingafólk, þ.e. það sé skaðaminnkun fólgin í að fara úr reykingum í veipið sem virðist vera mun skaðminna en tóbaksreykingar,“ segir Halldóra.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira