Erlent

Fundað í Ísrael vegna sniðgönguhótana

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.
Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári. VÍSIR/EPA

Ísraelsmenn óttast að þrjú Evrópuríki muni sniðganga Söngvakeppni evróprskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Fjöldi Svía og Íra, rétt eins og þúsundir Íslendinga, hafa kallað eftir því að ríki þeirra sendi ekki fulltrúa í keppnina.

Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári.

Fram kemur á vef Jewish Chronicle, áhrifamesta ritsins um málefni Gyðinga, að skipuleggjendur keppninnar hafi þegar fundað með ísraelskum stjórnvöldum. Fulltrúar Sambands evrópskrpa sjónvarpsstöðva eru sagðir á fundunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af „fjölda-sniðgöngu“ fari keppnin fram í Jerúsalem.

Sjá einnig: „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision

Sendiherra Ísraels, Raphael Schutz, fundaði að sama skapi með Ríkisútvarpinu í liðinni viku vegna þeirra 25 þúsund áskorana sem RÚV hafa borist vegna málsins. Eftir fundinn sagðist Schutz vera „hóflega bjartsýnn“ um að Íslendingar taki þátt á næsta ári. Ríkisútvarpið hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið.

Sem fyrr segir hefur fjöldi Íra einnig kallað eftir því að Írland sniðgangi keppnina að ári. Borgarstjóri Dylfinni, Mícheál Mac Donncha, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Að sama skapi hefur sænski Vinstriflokkurinn farið fyrir hópi þeirra Svía sem vilja að Svíþjóð, sem fagnað hefur ágætis gengi í Eurovision á liðnum árum, sitji heim árið 2019.

Ísrael hefur tvívegis hýst Söngvakeppnina. Í bæði skiptin fór keppnin fram í ráðstefnuhöll í Jerúsalem.


Tengdar fréttir

Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels

Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.