Enski boltinn

Leicester staðfestir komu Pereira

Dagur Lárusson skrifar
Ricardo Pereira.
Ricardo Pereira. vísir/getty
Leicester City hefur gengið frá sínum fyrstu kaupum í sumar en það er Portúgalinn Ricardo Pereira en félagið staðfesti þetta í gærkvöldi.

 

Pereira er 24 ára gamall hægri bakvörður sem getur einnig spilað á kantinum en hann kemur til félagsins frá Porto þar sem hann hefur spilað í nokkur ár. 

 

Claude Puel, stjóri Leicester,  þekkir vel til leikmannsins en hann þjálfaði hann hjá Nice þegar hann var þar á láni fyrir nokkrum árum.

 

Pereira skrifaði undir fimm ára samning við Leicester en hann mun formlega ganga til liðs við félagið þann 9. júní. Pereira er á leiðinni á HM í sumar en hann var valinn í landsliðshópinn fyrir stuttu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×