Gera ráð fyrir að leit haldi áfram á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 15:52 Björgunarsveitarmenn hafa notað báta og sæþotur til leitarinnar í Ölfusá í dag. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Leit stendur enn yfir að manninum sem fór í Ölfusá í nótt. Miðað er við að leitarhópar klári sín verkefni og svo verði staðan tekin í kvöld. Þá er búist við því að leit verði haldið áfram á morgun.Sjá einnig: Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á fjórða tímanum að enn séu hópar úti að leita við Ölfusá. Hann getur ekki sagt til um það hvenær leit verði hætt í dag en miðað er við að hóparnir klári verkefni sem þeim hefur verið útdeilt. „Eins og staðan er núna þá er planið að það verði áframhaldandi leit í fyrramálið. Svo verður staðan tekin í lok dags, eða þessarar lotu sem er í gangi núna,“ segir Davíð en gerir ráð fyrir að leitað verði fram á kvöld. „En á hvaða forsendum verður leitað á morgun er svolítið óljóst. Það fer bara eftir því hvernig þessi dagur endar,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn hafa farið upp og niður með ánni í allan dag.Vísir/Magnús HlynurÞá hefur fækkað í björgunarsveitarmannahópunum að sögn Davíðs en þeir sem hafa verið lengst að leita eru að tínast heim. Þeir sem komu upp úr hádegi verða þó eitthvað áfram en verkefni leitarmanna eru enn fjölbreytt – þó að skilyrði séu erfið eftir sem áður. „Bátarnir sem fóru upp á Þingvelli eru komnir aftur og einhverjir þeirra eru úti núna en þetta eru mest gönguhópar. Svo eru einhverjir á hjólum en mér skilst að það sé enn þá þannig veður að það er ekkert hægt að nota dróna,“ segir Davíð. Um níutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni við Ölfusá þegar mest var í dag. Leitaraðstæður hafa verið krefjandi eins og áður sagði en mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga. Þá hefur verið mikill erill hjá björgunarmönnum í dag en skömmu eftir hádegi var hópur björgunarsveitarmanna kallaður út að Þingvallavatni þar sem tveir ferðamenn höfðu lent í vatninu. Þeir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir í lífshættu.Björgunarsveitarmenn sem fóru með báta upp á Þingvelli hófu aftur leit við Ölfusá seinni partinn.Vísir/Magnús Hlynur Tengdar fréttir Staðan endurmetin við Ölfusá á næstu klukkutímum Leit hefur staðið yfir síðan í nótt. 20. maí 2018 14:05 Tveir ferðamenn í lífshættu eftir slys á Þingvallavatni Mennirnir tveir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir slys á Villingavatni við Þingvallavatn eru báðir taldir í lífshættu. 20. maí 2018 14:10 Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. 20. maí 2018 11:02 Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Leit stendur enn yfir að manninum sem fór í Ölfusá í nótt. Miðað er við að leitarhópar klári sín verkefni og svo verði staðan tekin í kvöld. Þá er búist við því að leit verði haldið áfram á morgun.Sjá einnig: Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á fjórða tímanum að enn séu hópar úti að leita við Ölfusá. Hann getur ekki sagt til um það hvenær leit verði hætt í dag en miðað er við að hóparnir klári verkefni sem þeim hefur verið útdeilt. „Eins og staðan er núna þá er planið að það verði áframhaldandi leit í fyrramálið. Svo verður staðan tekin í lok dags, eða þessarar lotu sem er í gangi núna,“ segir Davíð en gerir ráð fyrir að leitað verði fram á kvöld. „En á hvaða forsendum verður leitað á morgun er svolítið óljóst. Það fer bara eftir því hvernig þessi dagur endar,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn hafa farið upp og niður með ánni í allan dag.Vísir/Magnús HlynurÞá hefur fækkað í björgunarsveitarmannahópunum að sögn Davíðs en þeir sem hafa verið lengst að leita eru að tínast heim. Þeir sem komu upp úr hádegi verða þó eitthvað áfram en verkefni leitarmanna eru enn fjölbreytt – þó að skilyrði séu erfið eftir sem áður. „Bátarnir sem fóru upp á Þingvelli eru komnir aftur og einhverjir þeirra eru úti núna en þetta eru mest gönguhópar. Svo eru einhverjir á hjólum en mér skilst að það sé enn þá þannig veður að það er ekkert hægt að nota dróna,“ segir Davíð. Um níutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni við Ölfusá þegar mest var í dag. Leitaraðstæður hafa verið krefjandi eins og áður sagði en mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga. Þá hefur verið mikill erill hjá björgunarmönnum í dag en skömmu eftir hádegi var hópur björgunarsveitarmanna kallaður út að Þingvallavatni þar sem tveir ferðamenn höfðu lent í vatninu. Þeir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir í lífshættu.Björgunarsveitarmenn sem fóru með báta upp á Þingvelli hófu aftur leit við Ölfusá seinni partinn.Vísir/Magnús Hlynur
Tengdar fréttir Staðan endurmetin við Ölfusá á næstu klukkutímum Leit hefur staðið yfir síðan í nótt. 20. maí 2018 14:05 Tveir ferðamenn í lífshættu eftir slys á Þingvallavatni Mennirnir tveir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir slys á Villingavatni við Þingvallavatn eru báðir taldir í lífshættu. 20. maí 2018 14:10 Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. 20. maí 2018 11:02 Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Staðan endurmetin við Ölfusá á næstu klukkutímum Leit hefur staðið yfir síðan í nótt. 20. maí 2018 14:05
Tveir ferðamenn í lífshættu eftir slys á Þingvallavatni Mennirnir tveir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir slys á Villingavatni við Þingvallavatn eru báðir taldir í lífshættu. 20. maí 2018 14:10
Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. 20. maí 2018 11:02
Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06