Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 11:02 Leitaraðstæður eru erfiðar við Ölfusá. Vísir/MHH Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. Um níutíu manns taka þátt í leitinni en einblínt er á þekkta fundarstaði sambærilegra atvika þar sem menn hafa farið í ána.Sjá einnig: Leita manns í Ölfusá Viðar Arason hjá aðgerðastjórn björgunarveita í Árnessýslu segir í samtali við Vísi að um níutíu björgunarsveitarmenn séu nú við leit í og við Ölfusá. „Staðan er svoleiðis að við erum með níutíu björgunarsveitarmenn frá öllum svæðum í kringum okkur, frá Vík í Mýrdal að Borgarnesi og Akranesi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í leit.“ Viðar segir leitaraðstæður mjög krefjandi. Mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga.Frá aðgerðarstjórn björgunarsveita í Árnessýslu í morgun. Nýr hópur hefur tekið við aðgerðarstjórnun síðan myndin var tekin.Vísir/MHHLeitarmennirnir skipta með sér verkefnum en björgunarbátar eru m.a. notaðir við leitina. „Við erum með gönguhópa sem fara fram og til baka eftir ánni, björgunarbáta og jetski. Svo erum við með sérhæfða björgunarmannahópa sem vaða í grynningarnar,“ segir Viðar. Þá segir hann leitina aðallega fara fram við þann hluta árinnar sem nær frá Kaldaðarnesi að flúðunum við Kirkjugarð Selfossbæjar. Tekið sé mið af öðrum tilfellum um menn sem farið hafi í Ölfusá. „Við erum að vinna með, því miður, reynslu af því hvar við höfum fundið einstaklinga á lífi og látna í gegnum tíðina. Þannig að við vitum svona hvar punktarnir eru og erum því að einblína á þá staði sem við þekkjum.“Leitin beinist að bökkum Ölfusár frá Kaldaðarnesi og að kirkjugarði Selfossbæjar.Skjáskot/Map.isLögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 í nótt um að maðurinn hefði farið í ána. Ræstar voru út björgunarsveitir á Suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún sneri aftur til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun.Gönguhópar fara upp og niður með ánni.Vísir/MHH Tengdar fréttir Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. Um níutíu manns taka þátt í leitinni en einblínt er á þekkta fundarstaði sambærilegra atvika þar sem menn hafa farið í ána.Sjá einnig: Leita manns í Ölfusá Viðar Arason hjá aðgerðastjórn björgunarveita í Árnessýslu segir í samtali við Vísi að um níutíu björgunarsveitarmenn séu nú við leit í og við Ölfusá. „Staðan er svoleiðis að við erum með níutíu björgunarsveitarmenn frá öllum svæðum í kringum okkur, frá Vík í Mýrdal að Borgarnesi og Akranesi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í leit.“ Viðar segir leitaraðstæður mjög krefjandi. Mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga.Frá aðgerðarstjórn björgunarsveita í Árnessýslu í morgun. Nýr hópur hefur tekið við aðgerðarstjórnun síðan myndin var tekin.Vísir/MHHLeitarmennirnir skipta með sér verkefnum en björgunarbátar eru m.a. notaðir við leitina. „Við erum með gönguhópa sem fara fram og til baka eftir ánni, björgunarbáta og jetski. Svo erum við með sérhæfða björgunarmannahópa sem vaða í grynningarnar,“ segir Viðar. Þá segir hann leitina aðallega fara fram við þann hluta árinnar sem nær frá Kaldaðarnesi að flúðunum við Kirkjugarð Selfossbæjar. Tekið sé mið af öðrum tilfellum um menn sem farið hafi í Ölfusá. „Við erum að vinna með, því miður, reynslu af því hvar við höfum fundið einstaklinga á lífi og látna í gegnum tíðina. Þannig að við vitum svona hvar punktarnir eru og erum því að einblína á þá staði sem við þekkjum.“Leitin beinist að bökkum Ölfusár frá Kaldaðarnesi og að kirkjugarði Selfossbæjar.Skjáskot/Map.isLögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 í nótt um að maðurinn hefði farið í ána. Ræstar voru út björgunarsveitir á Suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún sneri aftur til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun.Gönguhópar fara upp og niður með ánni.Vísir/MHH
Tengdar fréttir Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06