Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 11:02 Leitaraðstæður eru erfiðar við Ölfusá. Vísir/MHH Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. Um níutíu manns taka þátt í leitinni en einblínt er á þekkta fundarstaði sambærilegra atvika þar sem menn hafa farið í ána.Sjá einnig: Leita manns í Ölfusá Viðar Arason hjá aðgerðastjórn björgunarveita í Árnessýslu segir í samtali við Vísi að um níutíu björgunarsveitarmenn séu nú við leit í og við Ölfusá. „Staðan er svoleiðis að við erum með níutíu björgunarsveitarmenn frá öllum svæðum í kringum okkur, frá Vík í Mýrdal að Borgarnesi og Akranesi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í leit.“ Viðar segir leitaraðstæður mjög krefjandi. Mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga.Frá aðgerðarstjórn björgunarsveita í Árnessýslu í morgun. Nýr hópur hefur tekið við aðgerðarstjórnun síðan myndin var tekin.Vísir/MHHLeitarmennirnir skipta með sér verkefnum en björgunarbátar eru m.a. notaðir við leitina. „Við erum með gönguhópa sem fara fram og til baka eftir ánni, björgunarbáta og jetski. Svo erum við með sérhæfða björgunarmannahópa sem vaða í grynningarnar,“ segir Viðar. Þá segir hann leitina aðallega fara fram við þann hluta árinnar sem nær frá Kaldaðarnesi að flúðunum við Kirkjugarð Selfossbæjar. Tekið sé mið af öðrum tilfellum um menn sem farið hafi í Ölfusá. „Við erum að vinna með, því miður, reynslu af því hvar við höfum fundið einstaklinga á lífi og látna í gegnum tíðina. Þannig að við vitum svona hvar punktarnir eru og erum því að einblína á þá staði sem við þekkjum.“Leitin beinist að bökkum Ölfusár frá Kaldaðarnesi og að kirkjugarði Selfossbæjar.Skjáskot/Map.isLögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 í nótt um að maðurinn hefði farið í ána. Ræstar voru út björgunarsveitir á Suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún sneri aftur til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun.Gönguhópar fara upp og niður með ánni.Vísir/MHH Tengdar fréttir Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. Um níutíu manns taka þátt í leitinni en einblínt er á þekkta fundarstaði sambærilegra atvika þar sem menn hafa farið í ána.Sjá einnig: Leita manns í Ölfusá Viðar Arason hjá aðgerðastjórn björgunarveita í Árnessýslu segir í samtali við Vísi að um níutíu björgunarsveitarmenn séu nú við leit í og við Ölfusá. „Staðan er svoleiðis að við erum með níutíu björgunarsveitarmenn frá öllum svæðum í kringum okkur, frá Vík í Mýrdal að Borgarnesi og Akranesi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í leit.“ Viðar segir leitaraðstæður mjög krefjandi. Mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga.Frá aðgerðarstjórn björgunarsveita í Árnessýslu í morgun. Nýr hópur hefur tekið við aðgerðarstjórnun síðan myndin var tekin.Vísir/MHHLeitarmennirnir skipta með sér verkefnum en björgunarbátar eru m.a. notaðir við leitina. „Við erum með gönguhópa sem fara fram og til baka eftir ánni, björgunarbáta og jetski. Svo erum við með sérhæfða björgunarmannahópa sem vaða í grynningarnar,“ segir Viðar. Þá segir hann leitina aðallega fara fram við þann hluta árinnar sem nær frá Kaldaðarnesi að flúðunum við Kirkjugarð Selfossbæjar. Tekið sé mið af öðrum tilfellum um menn sem farið hafi í Ölfusá. „Við erum að vinna með, því miður, reynslu af því hvar við höfum fundið einstaklinga á lífi og látna í gegnum tíðina. Þannig að við vitum svona hvar punktarnir eru og erum því að einblína á þá staði sem við þekkjum.“Leitin beinist að bökkum Ölfusár frá Kaldaðarnesi og að kirkjugarði Selfossbæjar.Skjáskot/Map.isLögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 í nótt um að maðurinn hefði farið í ána. Ræstar voru út björgunarsveitir á Suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún sneri aftur til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun.Gönguhópar fara upp og niður með ánni.Vísir/MHH
Tengdar fréttir Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06