Gera ráð fyrir að leit haldi áfram á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 15:52 Björgunarsveitarmenn hafa notað báta og sæþotur til leitarinnar í Ölfusá í dag. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Leit stendur enn yfir að manninum sem fór í Ölfusá í nótt. Miðað er við að leitarhópar klári sín verkefni og svo verði staðan tekin í kvöld. Þá er búist við því að leit verði haldið áfram á morgun.Sjá einnig: Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á fjórða tímanum að enn séu hópar úti að leita við Ölfusá. Hann getur ekki sagt til um það hvenær leit verði hætt í dag en miðað er við að hóparnir klári verkefni sem þeim hefur verið útdeilt. „Eins og staðan er núna þá er planið að það verði áframhaldandi leit í fyrramálið. Svo verður staðan tekin í lok dags, eða þessarar lotu sem er í gangi núna,“ segir Davíð en gerir ráð fyrir að leitað verði fram á kvöld. „En á hvaða forsendum verður leitað á morgun er svolítið óljóst. Það fer bara eftir því hvernig þessi dagur endar,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn hafa farið upp og niður með ánni í allan dag.Vísir/Magnús HlynurÞá hefur fækkað í björgunarsveitarmannahópunum að sögn Davíðs en þeir sem hafa verið lengst að leita eru að tínast heim. Þeir sem komu upp úr hádegi verða þó eitthvað áfram en verkefni leitarmanna eru enn fjölbreytt – þó að skilyrði séu erfið eftir sem áður. „Bátarnir sem fóru upp á Þingvelli eru komnir aftur og einhverjir þeirra eru úti núna en þetta eru mest gönguhópar. Svo eru einhverjir á hjólum en mér skilst að það sé enn þá þannig veður að það er ekkert hægt að nota dróna,“ segir Davíð. Um níutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni við Ölfusá þegar mest var í dag. Leitaraðstæður hafa verið krefjandi eins og áður sagði en mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga. Þá hefur verið mikill erill hjá björgunarmönnum í dag en skömmu eftir hádegi var hópur björgunarsveitarmanna kallaður út að Þingvallavatni þar sem tveir ferðamenn höfðu lent í vatninu. Þeir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir í lífshættu.Björgunarsveitarmenn sem fóru með báta upp á Þingvelli hófu aftur leit við Ölfusá seinni partinn.Vísir/Magnús Hlynur Tengdar fréttir Staðan endurmetin við Ölfusá á næstu klukkutímum Leit hefur staðið yfir síðan í nótt. 20. maí 2018 14:05 Tveir ferðamenn í lífshættu eftir slys á Þingvallavatni Mennirnir tveir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir slys á Villingavatni við Þingvallavatn eru báðir taldir í lífshættu. 20. maí 2018 14:10 Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. 20. maí 2018 11:02 Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Leit stendur enn yfir að manninum sem fór í Ölfusá í nótt. Miðað er við að leitarhópar klári sín verkefni og svo verði staðan tekin í kvöld. Þá er búist við því að leit verði haldið áfram á morgun.Sjá einnig: Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á fjórða tímanum að enn séu hópar úti að leita við Ölfusá. Hann getur ekki sagt til um það hvenær leit verði hætt í dag en miðað er við að hóparnir klári verkefni sem þeim hefur verið útdeilt. „Eins og staðan er núna þá er planið að það verði áframhaldandi leit í fyrramálið. Svo verður staðan tekin í lok dags, eða þessarar lotu sem er í gangi núna,“ segir Davíð en gerir ráð fyrir að leitað verði fram á kvöld. „En á hvaða forsendum verður leitað á morgun er svolítið óljóst. Það fer bara eftir því hvernig þessi dagur endar,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn hafa farið upp og niður með ánni í allan dag.Vísir/Magnús HlynurÞá hefur fækkað í björgunarsveitarmannahópunum að sögn Davíðs en þeir sem hafa verið lengst að leita eru að tínast heim. Þeir sem komu upp úr hádegi verða þó eitthvað áfram en verkefni leitarmanna eru enn fjölbreytt – þó að skilyrði séu erfið eftir sem áður. „Bátarnir sem fóru upp á Þingvelli eru komnir aftur og einhverjir þeirra eru úti núna en þetta eru mest gönguhópar. Svo eru einhverjir á hjólum en mér skilst að það sé enn þá þannig veður að það er ekkert hægt að nota dróna,“ segir Davíð. Um níutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni við Ölfusá þegar mest var í dag. Leitaraðstæður hafa verið krefjandi eins og áður sagði en mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga. Þá hefur verið mikill erill hjá björgunarmönnum í dag en skömmu eftir hádegi var hópur björgunarsveitarmanna kallaður út að Þingvallavatni þar sem tveir ferðamenn höfðu lent í vatninu. Þeir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir í lífshættu.Björgunarsveitarmenn sem fóru með báta upp á Þingvelli hófu aftur leit við Ölfusá seinni partinn.Vísir/Magnús Hlynur
Tengdar fréttir Staðan endurmetin við Ölfusá á næstu klukkutímum Leit hefur staðið yfir síðan í nótt. 20. maí 2018 14:05 Tveir ferðamenn í lífshættu eftir slys á Þingvallavatni Mennirnir tveir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir slys á Villingavatni við Þingvallavatn eru báðir taldir í lífshættu. 20. maí 2018 14:10 Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. 20. maí 2018 11:02 Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Staðan endurmetin við Ölfusá á næstu klukkutímum Leit hefur staðið yfir síðan í nótt. 20. maí 2018 14:05
Tveir ferðamenn í lífshættu eftir slys á Þingvallavatni Mennirnir tveir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir slys á Villingavatni við Þingvallavatn eru báðir taldir í lífshættu. 20. maí 2018 14:10
Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. 20. maí 2018 11:02
Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06