Gengu of langt gagnvart Atla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2018 05:00 Atli Helgason. Lögmannafélag Íslands fór langt út fyrir lagaskyldu sína og þá rannsóknarskyldu sem hvílir á félaginu við mat sitt á hvort Atli Helgason fengi lögmannsréttindi sín að nýju. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness sem í síðustu viku ákvað að Atli mætti starfa sem lögmaður, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Atli missti réttindi sín þegar hann réð Einari Erni Birgissyni bana árið 2000, og hlaut fyrir það sextán ára fangelsisdóm. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms til Landsréttar. Atli lagði fram beiðni um að fá lögmannsréttindi sín endurheimt árið 2016. Hann dró beiðnina til baka í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og lýsti því yfir að hún hefði endurvakið þjáningar aðstandenda Einars Arnar. Fréttablaðinu er ekki kunnugt um hvers vegna hann ákvað að sækja um réttindin að nýju. Atli fékk uppreist æru árið 2015 en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Annað skilyrði er að lögmenn hafi ekki farið í gjaldþrot, en þeir geta óskað eftir undanþágu frá því skilyrði eftir að hafa haft forræði á búi sínu í þrjú ár samfleytt. Atli fór í gjaldþrot árið 2001 en hefur haft forræði á fjármunum sínum síðastliðin fjórtán ár. Lögmannafélagið hóf frumkvæðisrannsókn á persónulegum högum Atla eftir að hann óskaði eftir undanþágu frá skilyrði um gjaldþrot. Rannsóknin sneri fyrst og fremst að brotum Atla árið 2000, kaupum hans á tveimur fasteignum árið 2016, setu hans í stjórn einkahlutafélagsins Versus og hvort Atla hefði „tekist að setja afbrot sitt í rétt samhengi og læra af því“.Sjá einnig: Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Félagið skoðaði fjármál Atla allt að átján ár aftur í tímann, meðal annars með því að kalla eftir öllum skattframtölum hans og gögnum frá skiptastjóra og Þjóðskjalasafni, áður en það synjaði beiðni hans um meðmæli. Atli kærði ákvörðunina til héraðsdóms og sagði að stuðst hefði verið við ólögmæt sjónarmið, meðal annars með því að skoða fjárhagsstöðu hans svo langt aftur í tímann. Í dag væri hann í góðri stöðu fjárhagslega og hefði hvorki smakkað fíkniefni né áfengi í hátt í 20 ár. Dómurinn tók undir að synjunin hefði verið byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum, auk þess sem engin lagastoð heimilaði félaginu að rannsaka persónulega hagi fólks. Þannig hafi stjórn Lögmannafélagsins farið langt út fyrir valdsvið sitt. Dómari talar nokkuð tæpitungulaust um rannsókn lögmannafélagsins, en tekur fram að brot Atla hafi verið svívirðilegt. Hins vegar verði að líta til þess að 17 ár séu frá því að Atli hlaut dóminn, hann hafi afplánað sína refsingu og ekki orðið uppvís að refsiverðri háttsemi síðan. Því sé rétt að verða við kröfu hans um endurheimt lögmannsréttinda. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Lögmannafélag Íslands fór langt út fyrir lagaskyldu sína og þá rannsóknarskyldu sem hvílir á félaginu við mat sitt á hvort Atli Helgason fengi lögmannsréttindi sín að nýju. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness sem í síðustu viku ákvað að Atli mætti starfa sem lögmaður, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Atli missti réttindi sín þegar hann réð Einari Erni Birgissyni bana árið 2000, og hlaut fyrir það sextán ára fangelsisdóm. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms til Landsréttar. Atli lagði fram beiðni um að fá lögmannsréttindi sín endurheimt árið 2016. Hann dró beiðnina til baka í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og lýsti því yfir að hún hefði endurvakið þjáningar aðstandenda Einars Arnar. Fréttablaðinu er ekki kunnugt um hvers vegna hann ákvað að sækja um réttindin að nýju. Atli fékk uppreist æru árið 2015 en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Annað skilyrði er að lögmenn hafi ekki farið í gjaldþrot, en þeir geta óskað eftir undanþágu frá því skilyrði eftir að hafa haft forræði á búi sínu í þrjú ár samfleytt. Atli fór í gjaldþrot árið 2001 en hefur haft forræði á fjármunum sínum síðastliðin fjórtán ár. Lögmannafélagið hóf frumkvæðisrannsókn á persónulegum högum Atla eftir að hann óskaði eftir undanþágu frá skilyrði um gjaldþrot. Rannsóknin sneri fyrst og fremst að brotum Atla árið 2000, kaupum hans á tveimur fasteignum árið 2016, setu hans í stjórn einkahlutafélagsins Versus og hvort Atla hefði „tekist að setja afbrot sitt í rétt samhengi og læra af því“.Sjá einnig: Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Félagið skoðaði fjármál Atla allt að átján ár aftur í tímann, meðal annars með því að kalla eftir öllum skattframtölum hans og gögnum frá skiptastjóra og Þjóðskjalasafni, áður en það synjaði beiðni hans um meðmæli. Atli kærði ákvörðunina til héraðsdóms og sagði að stuðst hefði verið við ólögmæt sjónarmið, meðal annars með því að skoða fjárhagsstöðu hans svo langt aftur í tímann. Í dag væri hann í góðri stöðu fjárhagslega og hefði hvorki smakkað fíkniefni né áfengi í hátt í 20 ár. Dómurinn tók undir að synjunin hefði verið byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum, auk þess sem engin lagastoð heimilaði félaginu að rannsaka persónulega hagi fólks. Þannig hafi stjórn Lögmannafélagsins farið langt út fyrir valdsvið sitt. Dómari talar nokkuð tæpitungulaust um rannsókn lögmannafélagsins, en tekur fram að brot Atla hafi verið svívirðilegt. Hins vegar verði að líta til þess að 17 ár séu frá því að Atli hlaut dóminn, hann hafi afplánað sína refsingu og ekki orðið uppvís að refsiverðri háttsemi síðan. Því sé rétt að verða við kröfu hans um endurheimt lögmannsréttinda.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00
Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00