Innlent

Atli Helga fær réttindi á ný

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Atli Helgason var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða Einar Örn Birgisson
Atli Helgason var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða Einar Örn Birgisson Vísir/heiða
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, en embætti ríkis­saksóknara varðist kröfu Atla fyrir héraðsdómi. Helgi segir ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar.

Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Í kjölfarið lagði Atli fram kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um endurheimt lögmannsréttinda sinna en féll frá þeirri kröfu eftir að Lögmannafélagið lagðist gegn henni í formlegri umsögn til héraðsdóms.

Í ársgömlum dómi Hæstaréttar í máli Róberts Downey Hreiðarssonar um endurheimt lögmannsréttinda hans, var því slegið föstu að í þeim tilvikum sem Lögmannafélagið komi ekki að sviptingu réttinda, sé óþarft að leita umsagnar félagsins um endurheimt þeirra. Í kjölfar dómsins lagði Atli sína kröfu fram að nýju og mun álits Lögmannafélagsins ekki hafa verið aflað um kröfuna, sem samþykkt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.




Tengdar fréttir

Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar

Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×