Innlent

Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild.
Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. Vísir/Elín
Slys varð undir Hafnarfjalli um kl. 17:30 í dag. Húsbifreið á suðurleið fauk og fór mjög illa í rokinu. Þegar slysið átti sér stað var húsbifreiðin kyrrstæð eða á mjög lítilli ferð samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Mikið rok var á svæðinu, 30 metrar á sekúndu í hviðum.

Á tímabili var einn farþeginn fastur í brakinu. Náðist að losa hann og er hann, að því er virðist, ekki alvarlega slasaður. Aðrir voru með eymsli eða óslasaðir. Alls voru fimm manns í bifreiðinni þegar þetta gerðist, þrír fullorðnir og tvö börn. Fólkið var flutt á slysadeild.

Töluverðar umferðartafir voru á svæðinu eftir að slysið varð á meðan viðbragðsaðilar voru að störfum á vettvangi og myndaðist löng bílaröð. Gul viðvörun er fyrir þetta landsvæði og er það varasamt fyrir farartæki sem taka á sig mikinn vind, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×