Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, hefur oft orðið fyrir niðrandi ummælum á internetinu vegna baráttu hennar í innflytjendamálum. Vísir/eyþór Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Aðalmeðferð fer fram í dag. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við frétt sem bar yfirskriftina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“ og undir fréttinni var skrifað: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Í ákæru eru þessi orð talin fela í sér sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna trúarbragða þeirra. Ummælin birtust undir nafni og starfsheiti eiginkonu hins ákærða, en hún er leikskólakennari í Eyjum. Ummælin komu eiginkonunni sjálfri í opna skjöldu þegar hún varð þeirra vör, en skjáskot af þeim fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og furðuðu sig margir á því að leikskólakennari gæti viðhaft svo hatursfull ummæli opinberlega. Í samtali við DV eftir að ummælin féllu sagðist hún enga hugmynd hafa um hver gæti hafa skrifað athugasemdina, sem var rituð í gegnum Facebook-aðgang konunnar á kommentakerfi miðilsins. Þá lýsir konan því að henni sé þetta ekki eingöngu þungbært hennar vegna heldur einnig vegna þess hve margir hafi farið að rakka Eyjar niður með orðum um að þetta yrði þaggað niður því þannig væru Eyjar. Þvert á þá spádóma virðist lögreglan í Eyjum hafa tekið frumkvæði í málinu, því ummælin voru aldrei formlega kærð. „Það er verið að setja fólki mörk og ákveða hversu langt má ganga í garð annars fólks og tiltekinna hópa á internetinu og það skiptir máli að fá skýrar línur um það,“ segir Sema Erla Serdar aðspurð um væntingar sínar til niðurstöðu málsins. Hún ber vitni við aðalmeðferðina í dag, en nokkur samskipti munu hafa átt sér stað milli hennar og hjónanna eftir að ummælin komust í hámæli á samfélagsmiðlum. Aðspurð segist Sema ekki hafa gert upp við sig hvort hún muni sjálf leita réttar síns vegna ummælanna. „Sjáum fyrst hver niðurstaðan í þessu máli verður.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Aðalmeðferð fer fram í dag. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við frétt sem bar yfirskriftina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“ og undir fréttinni var skrifað: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Í ákæru eru þessi orð talin fela í sér sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna trúarbragða þeirra. Ummælin birtust undir nafni og starfsheiti eiginkonu hins ákærða, en hún er leikskólakennari í Eyjum. Ummælin komu eiginkonunni sjálfri í opna skjöldu þegar hún varð þeirra vör, en skjáskot af þeim fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og furðuðu sig margir á því að leikskólakennari gæti viðhaft svo hatursfull ummæli opinberlega. Í samtali við DV eftir að ummælin féllu sagðist hún enga hugmynd hafa um hver gæti hafa skrifað athugasemdina, sem var rituð í gegnum Facebook-aðgang konunnar á kommentakerfi miðilsins. Þá lýsir konan því að henni sé þetta ekki eingöngu þungbært hennar vegna heldur einnig vegna þess hve margir hafi farið að rakka Eyjar niður með orðum um að þetta yrði þaggað niður því þannig væru Eyjar. Þvert á þá spádóma virðist lögreglan í Eyjum hafa tekið frumkvæði í málinu, því ummælin voru aldrei formlega kærð. „Það er verið að setja fólki mörk og ákveða hversu langt má ganga í garð annars fólks og tiltekinna hópa á internetinu og það skiptir máli að fá skýrar línur um það,“ segir Sema Erla Serdar aðspurð um væntingar sínar til niðurstöðu málsins. Hún ber vitni við aðalmeðferðina í dag, en nokkur samskipti munu hafa átt sér stað milli hennar og hjónanna eftir að ummælin komust í hámæli á samfélagsmiðlum. Aðspurð segist Sema ekki hafa gert upp við sig hvort hún muni sjálf leita réttar síns vegna ummælanna. „Sjáum fyrst hver niðurstaðan í þessu máli verður.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira