Erlent

MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rannsakendur á vettvangi þar sem MH17 var skotin niður.
Rannsakendur á vettvangi þar sem MH17 var skotin niður. vísir/getty
Ástralía og Holland, tvö af þeim löndum sem sæti eiga í alþjóðlegri rannsóknarnefnd vegna þess þegar malasísk farþegaflugvél var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014, hafa nú formlega sakað Rússa um að bera ábyrgð á því að vélinni var grandað.

Frá þessu er greint á vef BBC en í gær var sagt frá niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar varðandi það að flugskeytið sem notað var til að skjóta niður vélina hefði tilheyrt rússneska hernum. Skeytinu var skotið frá svæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem voru studdir af Rússum.

Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur.

Talsmaður rússneskra yfirvalda sagði í gær að Rússar gætu ekki samþykkt það sem sannleikann í málinu að flugskeytið hafi komið frá rússneska hernum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.