Konur 65 prósent borgarfulltrúa Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 09:20 Oddvitar flokkanna sem náðu inn manni í borgarstjórn eru flestir konur. Á mynd sjást oddvitarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir sem allar voru kosnar inn í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Fimmtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum í Reykjavík, eða 65,2%, eru konur. Hlutfall kvenna eykst töluvert frá því í síðustu kosningum en síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994.Sjá einnig: Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru konur en þær Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðarfóttir, Marta Guðjónsdóttir og Katrín Atladóttir voru allar kosnar inn í borgarstjórn. Þá eru jafnmargar konur úr Samfylkingunni, eða fjórar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir. Allir fulltrúar flokkanna sem náðu einum manni inn í borgarstjórn eru konur en það eru þær Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokknum, Sanna Magdalena Mörtudóttur úr Sósíalistaflokknum, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Líf Magneudóttir úr Vinstri grænum. Báðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn eru konur, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, og þá er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir önnur af tveimur fulltrúum Viðreisnar.Sjálfstæðiskonurnar sem komust inn í borgarstjórn, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og Valgerður Sigurðardóttir, sjást hér fagna góðum árangri ásamt Sjálfstæðiskörlunum Eyþóri Arnalds, Agli Þór Jónssyni, Erni Þórðarsyni og Birni Gíslasyni.Vísir/VilhelmÞetta er töluverð aukning frá því í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 en þá voru sjö af fimmtán kjörnum borgarfulltrúum konur eða 46,7%. Árið 2013 varð hlutfall kvenna í borgarstjórn það hæsta í 19 ár þegar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók við af Gísla Marteini Baldurssyni. Þá höfðu konur aðeins einu sinni áður verið fleiri en karlar í borgarstjórn, árið 1994. Hlutfall kvenna er mismunandi eftir sveitarfélögum en í Hafnarfirði eru fimm af ellefu bæjarfulltrúum konur, í Mosfellsbæ eru konur tvær af níu fulltrúum, á Seltjarnarnesi eru þær þrjár af sjö, í Reykjanesbæ fimm af ellefu og á Akureyri sex af ellefu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Fimmtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum í Reykjavík, eða 65,2%, eru konur. Hlutfall kvenna eykst töluvert frá því í síðustu kosningum en síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994.Sjá einnig: Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru konur en þær Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðarfóttir, Marta Guðjónsdóttir og Katrín Atladóttir voru allar kosnar inn í borgarstjórn. Þá eru jafnmargar konur úr Samfylkingunni, eða fjórar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir. Allir fulltrúar flokkanna sem náðu einum manni inn í borgarstjórn eru konur en það eru þær Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokknum, Sanna Magdalena Mörtudóttur úr Sósíalistaflokknum, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Líf Magneudóttir úr Vinstri grænum. Báðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn eru konur, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, og þá er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir önnur af tveimur fulltrúum Viðreisnar.Sjálfstæðiskonurnar sem komust inn í borgarstjórn, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og Valgerður Sigurðardóttir, sjást hér fagna góðum árangri ásamt Sjálfstæðiskörlunum Eyþóri Arnalds, Agli Þór Jónssyni, Erni Þórðarsyni og Birni Gíslasyni.Vísir/VilhelmÞetta er töluverð aukning frá því í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 en þá voru sjö af fimmtán kjörnum borgarfulltrúum konur eða 46,7%. Árið 2013 varð hlutfall kvenna í borgarstjórn það hæsta í 19 ár þegar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók við af Gísla Marteini Baldurssyni. Þá höfðu konur aðeins einu sinni áður verið fleiri en karlar í borgarstjórn, árið 1994. Hlutfall kvenna er mismunandi eftir sveitarfélögum en í Hafnarfirði eru fimm af ellefu bæjarfulltrúum konur, í Mosfellsbæ eru konur tvær af níu fulltrúum, á Seltjarnarnesi eru þær þrjár af sjö, í Reykjanesbæ fimm af ellefu og á Akureyri sex af ellefu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44