NBC skoðar byssuást Íslendinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2018 14:08 Flestar byssur í eigu Íslendinga á Íslandi eru ætlaðar til veiða. Vísir/Vilhelm „Ísland er byssuelskandi land þar sem enginn hefur verið myrtur með byssu síðan 2007,“ er yfirskrift umfjöllunar NBC News um byssueign Íslendinga sem birt var í dag. Í umfjöllunni er byssueign á Íslandi sett í samhengi við byssueign í Bandaríkjunum, þar sem skotárásir eru tíðar og aðgengi að byssum auðvelt. Í fréttinni er fjöldi Íslendinga borinn saman við fjölda íbúa í borginni St. Louis í Bandaríkjunum, þar sem búa ívið færri en á Íslandi. Þar voru voru framin 193 morð á síðasti ári sem tengd hafa verið við skotvopn. „Okkur finnst það mjög skrýtið að einhver geti fengið leyfi til að kaupa byssu án þess að hafa hugmynd um hvernig á að nota hana,“ segir Ólafur Garðar Garðarsson sem rætt er við í umfjöllun NBC. Í umfjöllunni er farið yfir hvernig ferlið er hér á landi þegar kemur að því að öðlast byssuleyfi. Skila þarf sakavottorði og læknisvottorði auk þess sem þarf að uppfylla ýmis önnur skilyrði. „Kerfið okkar virkar,“ er haft eftir Gunnari Rúnari Sveinbjarnarssyni, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er bara brjálæði,“ segir Gunnar Rúnar um stöðu mála í Bandaríkjunum og tíðar skoptvopnaárásir þar í landi. „Við áttum okkur ekki á því af hverju er ekki komið í veg fyrir þetta og eitthvað gert.“ Í umfjöllun NBC News kemur fram að á Íslandi megi finna eina byssu fyrir hverja þrjá íbúa sem búi hér en þrátt fyrir mikla byssueign séu glæpir þeim tengdum fátíðir. Sem fyrr segir er rætt við Ólaf Garðar en í umfjöllunni kemur fram að hann sé í að fara í gegnum ferlið sem þarf til þess að öðlast byssuleyfi. „Manni finnst eins og einhverjum sé ekki sama um þú sért að fá þér byssu og hvað þú ætlir að gera við hana,“ segir hann. „Þannig að maður er ekki að kaupa byssu til að gera heimskulega hluti.“ Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
„Ísland er byssuelskandi land þar sem enginn hefur verið myrtur með byssu síðan 2007,“ er yfirskrift umfjöllunar NBC News um byssueign Íslendinga sem birt var í dag. Í umfjöllunni er byssueign á Íslandi sett í samhengi við byssueign í Bandaríkjunum, þar sem skotárásir eru tíðar og aðgengi að byssum auðvelt. Í fréttinni er fjöldi Íslendinga borinn saman við fjölda íbúa í borginni St. Louis í Bandaríkjunum, þar sem búa ívið færri en á Íslandi. Þar voru voru framin 193 morð á síðasti ári sem tengd hafa verið við skotvopn. „Okkur finnst það mjög skrýtið að einhver geti fengið leyfi til að kaupa byssu án þess að hafa hugmynd um hvernig á að nota hana,“ segir Ólafur Garðar Garðarsson sem rætt er við í umfjöllun NBC. Í umfjöllunni er farið yfir hvernig ferlið er hér á landi þegar kemur að því að öðlast byssuleyfi. Skila þarf sakavottorði og læknisvottorði auk þess sem þarf að uppfylla ýmis önnur skilyrði. „Kerfið okkar virkar,“ er haft eftir Gunnari Rúnari Sveinbjarnarssyni, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er bara brjálæði,“ segir Gunnar Rúnar um stöðu mála í Bandaríkjunum og tíðar skoptvopnaárásir þar í landi. „Við áttum okkur ekki á því af hverju er ekki komið í veg fyrir þetta og eitthvað gert.“ Í umfjöllun NBC News kemur fram að á Íslandi megi finna eina byssu fyrir hverja þrjá íbúa sem búi hér en þrátt fyrir mikla byssueign séu glæpir þeim tengdum fátíðir. Sem fyrr segir er rætt við Ólaf Garðar en í umfjöllunni kemur fram að hann sé í að fara í gegnum ferlið sem þarf til þess að öðlast byssuleyfi. „Manni finnst eins og einhverjum sé ekki sama um þú sért að fá þér byssu og hvað þú ætlir að gera við hana,“ segir hann. „Þannig að maður er ekki að kaupa byssu til að gera heimskulega hluti.“
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?