Efast um að kosningaþátttakan batni Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. maí 2018 10:00 Af kjörstað. vísir/valli Kosningar Þrátt fyrir að metfjöldi flokka sé í framboði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí virðist ekki vera neitt rosalega djúpur áhugi á kosningunum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er ekki sannfærður um að kosningaþátttaka verði mikið betri en hún var í kosningunum 2014. Samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir síðustu kosningar var þátttakan sú minnsta frá árinu 1928, en rétt tæplega 63 prósent greiddu atkvæði. Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42 prósent. Meðalkjörsókn var síðan náð í aldursbilinu 40-44 ára og hækkaði hún alveg fram að bilinu 75-79, samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir kosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstSkoðanakönnunin sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar rennir stoðum undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt í tölurnar sést að 17,6 prósent svarenda hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Sextán listar verða boðnir fram og þess vegna kann að vera erfiðara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn. Talsverður munur er milli kynjanna. Næstum því 21 prósent kvenna segist ekki hafa ákveðið hvað þær ætla að kjósa, en einungis 14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4 prósent kvenna ekki ætla að kjósa eða skila auðu á móti 10,5 prósentum karla. Grétar segir nokkra þætti hafa áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og þrítugsaldri er langsamlega slappast við að mæta á kjörstað. Það eru ekki alveg nýju kjósendurnir átján og nítján ára, en það eru þeir sem eru í aldurshópnum 20 til 30 ára sem eru slappastir við að mæta,“ bætir hann við. Grétar nefnir fleira. „Það fer auðvitað eftir því hvort það eru einhver verulega aðkallandi mál sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Grétar og veltir fyrir sér hvort málefni á borð við borgarlínuna og samgöngumál annars vegar og húsnæðis- og skipulagsmál hins vegar séu nógu spennandi málaflokkar til að lokka fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið sé að draga ungt fólk á kjörstað. Í áðurnefndri könnun kemur fram að 13 prósent svarenda á aldrinum 18-49 ára segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Hins vegar segjast einungis 9,3 prósent svarenda í aldurshópnum 50 ára og eldri ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 prósent í yngri aldurshópnum óákveðin í því hvað þau ætla að kjósa en einungis 14,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 50 ára og eldri. Ákveðið var eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að grípa til úrræða til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku unga fólksins. Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa síðan þá staðið að verkefni sem kallast #Egkýs. Sem liður í því var efnt til skuggakosninga fyrir alþingiskosningarnar 2016 og fyrir þingkosningarnar í fyrrahaust. Aftur var boðað til skuggakosninga í apríl síðastliðnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar verða kynntar á kosninganótt. Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir ljóst að skuggakosningarnar hafi áhrif á áhuga ungs fólk á kosningunum. „Við sjáum það og eftirfylgnikannanir sýna að það er fylgni á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og ætla að kjósa í almennum kosningum. Það er stóri sigurinn, Fyrst og fremst er þetta fræðsluverkefni til að fá ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun og mæta á kjörstað,“ segir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Kosningar Þrátt fyrir að metfjöldi flokka sé í framboði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí virðist ekki vera neitt rosalega djúpur áhugi á kosningunum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er ekki sannfærður um að kosningaþátttaka verði mikið betri en hún var í kosningunum 2014. Samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir síðustu kosningar var þátttakan sú minnsta frá árinu 1928, en rétt tæplega 63 prósent greiddu atkvæði. Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42 prósent. Meðalkjörsókn var síðan náð í aldursbilinu 40-44 ára og hækkaði hún alveg fram að bilinu 75-79, samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir kosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstSkoðanakönnunin sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar rennir stoðum undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt í tölurnar sést að 17,6 prósent svarenda hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Sextán listar verða boðnir fram og þess vegna kann að vera erfiðara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn. Talsverður munur er milli kynjanna. Næstum því 21 prósent kvenna segist ekki hafa ákveðið hvað þær ætla að kjósa, en einungis 14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4 prósent kvenna ekki ætla að kjósa eða skila auðu á móti 10,5 prósentum karla. Grétar segir nokkra þætti hafa áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og þrítugsaldri er langsamlega slappast við að mæta á kjörstað. Það eru ekki alveg nýju kjósendurnir átján og nítján ára, en það eru þeir sem eru í aldurshópnum 20 til 30 ára sem eru slappastir við að mæta,“ bætir hann við. Grétar nefnir fleira. „Það fer auðvitað eftir því hvort það eru einhver verulega aðkallandi mál sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Grétar og veltir fyrir sér hvort málefni á borð við borgarlínuna og samgöngumál annars vegar og húsnæðis- og skipulagsmál hins vegar séu nógu spennandi málaflokkar til að lokka fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið sé að draga ungt fólk á kjörstað. Í áðurnefndri könnun kemur fram að 13 prósent svarenda á aldrinum 18-49 ára segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Hins vegar segjast einungis 9,3 prósent svarenda í aldurshópnum 50 ára og eldri ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 prósent í yngri aldurshópnum óákveðin í því hvað þau ætla að kjósa en einungis 14,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 50 ára og eldri. Ákveðið var eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að grípa til úrræða til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku unga fólksins. Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa síðan þá staðið að verkefni sem kallast #Egkýs. Sem liður í því var efnt til skuggakosninga fyrir alþingiskosningarnar 2016 og fyrir þingkosningarnar í fyrrahaust. Aftur var boðað til skuggakosninga í apríl síðastliðnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar verða kynntar á kosninganótt. Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir ljóst að skuggakosningarnar hafi áhrif á áhuga ungs fólk á kosningunum. „Við sjáum það og eftirfylgnikannanir sýna að það er fylgni á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og ætla að kjósa í almennum kosningum. Það er stóri sigurinn, Fyrst og fremst er þetta fræðsluverkefni til að fá ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun og mæta á kjörstað,“ segir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira