Efast um að kosningaþátttakan batni Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. maí 2018 10:00 Af kjörstað. vísir/valli Kosningar Þrátt fyrir að metfjöldi flokka sé í framboði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí virðist ekki vera neitt rosalega djúpur áhugi á kosningunum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er ekki sannfærður um að kosningaþátttaka verði mikið betri en hún var í kosningunum 2014. Samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir síðustu kosningar var þátttakan sú minnsta frá árinu 1928, en rétt tæplega 63 prósent greiddu atkvæði. Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42 prósent. Meðalkjörsókn var síðan náð í aldursbilinu 40-44 ára og hækkaði hún alveg fram að bilinu 75-79, samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir kosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstSkoðanakönnunin sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar rennir stoðum undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt í tölurnar sést að 17,6 prósent svarenda hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Sextán listar verða boðnir fram og þess vegna kann að vera erfiðara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn. Talsverður munur er milli kynjanna. Næstum því 21 prósent kvenna segist ekki hafa ákveðið hvað þær ætla að kjósa, en einungis 14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4 prósent kvenna ekki ætla að kjósa eða skila auðu á móti 10,5 prósentum karla. Grétar segir nokkra þætti hafa áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og þrítugsaldri er langsamlega slappast við að mæta á kjörstað. Það eru ekki alveg nýju kjósendurnir átján og nítján ára, en það eru þeir sem eru í aldurshópnum 20 til 30 ára sem eru slappastir við að mæta,“ bætir hann við. Grétar nefnir fleira. „Það fer auðvitað eftir því hvort það eru einhver verulega aðkallandi mál sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Grétar og veltir fyrir sér hvort málefni á borð við borgarlínuna og samgöngumál annars vegar og húsnæðis- og skipulagsmál hins vegar séu nógu spennandi málaflokkar til að lokka fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið sé að draga ungt fólk á kjörstað. Í áðurnefndri könnun kemur fram að 13 prósent svarenda á aldrinum 18-49 ára segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Hins vegar segjast einungis 9,3 prósent svarenda í aldurshópnum 50 ára og eldri ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 prósent í yngri aldurshópnum óákveðin í því hvað þau ætla að kjósa en einungis 14,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 50 ára og eldri. Ákveðið var eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að grípa til úrræða til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku unga fólksins. Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa síðan þá staðið að verkefni sem kallast #Egkýs. Sem liður í því var efnt til skuggakosninga fyrir alþingiskosningarnar 2016 og fyrir þingkosningarnar í fyrrahaust. Aftur var boðað til skuggakosninga í apríl síðastliðnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar verða kynntar á kosninganótt. Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir ljóst að skuggakosningarnar hafi áhrif á áhuga ungs fólk á kosningunum. „Við sjáum það og eftirfylgnikannanir sýna að það er fylgni á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og ætla að kjósa í almennum kosningum. Það er stóri sigurinn, Fyrst og fremst er þetta fræðsluverkefni til að fá ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun og mæta á kjörstað,“ segir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Kosningar Þrátt fyrir að metfjöldi flokka sé í framboði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí virðist ekki vera neitt rosalega djúpur áhugi á kosningunum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er ekki sannfærður um að kosningaþátttaka verði mikið betri en hún var í kosningunum 2014. Samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir síðustu kosningar var þátttakan sú minnsta frá árinu 1928, en rétt tæplega 63 prósent greiddu atkvæði. Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42 prósent. Meðalkjörsókn var síðan náð í aldursbilinu 40-44 ára og hækkaði hún alveg fram að bilinu 75-79, samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir kosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstSkoðanakönnunin sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar rennir stoðum undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt í tölurnar sést að 17,6 prósent svarenda hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Sextán listar verða boðnir fram og þess vegna kann að vera erfiðara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn. Talsverður munur er milli kynjanna. Næstum því 21 prósent kvenna segist ekki hafa ákveðið hvað þær ætla að kjósa, en einungis 14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4 prósent kvenna ekki ætla að kjósa eða skila auðu á móti 10,5 prósentum karla. Grétar segir nokkra þætti hafa áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og þrítugsaldri er langsamlega slappast við að mæta á kjörstað. Það eru ekki alveg nýju kjósendurnir átján og nítján ára, en það eru þeir sem eru í aldurshópnum 20 til 30 ára sem eru slappastir við að mæta,“ bætir hann við. Grétar nefnir fleira. „Það fer auðvitað eftir því hvort það eru einhver verulega aðkallandi mál sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Grétar og veltir fyrir sér hvort málefni á borð við borgarlínuna og samgöngumál annars vegar og húsnæðis- og skipulagsmál hins vegar séu nógu spennandi málaflokkar til að lokka fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið sé að draga ungt fólk á kjörstað. Í áðurnefndri könnun kemur fram að 13 prósent svarenda á aldrinum 18-49 ára segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Hins vegar segjast einungis 9,3 prósent svarenda í aldurshópnum 50 ára og eldri ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 prósent í yngri aldurshópnum óákveðin í því hvað þau ætla að kjósa en einungis 14,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 50 ára og eldri. Ákveðið var eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að grípa til úrræða til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku unga fólksins. Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa síðan þá staðið að verkefni sem kallast #Egkýs. Sem liður í því var efnt til skuggakosninga fyrir alþingiskosningarnar 2016 og fyrir þingkosningarnar í fyrrahaust. Aftur var boðað til skuggakosninga í apríl síðastliðnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar verða kynntar á kosninganótt. Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir ljóst að skuggakosningarnar hafi áhrif á áhuga ungs fólk á kosningunum. „Við sjáum það og eftirfylgnikannanir sýna að það er fylgni á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og ætla að kjósa í almennum kosningum. Það er stóri sigurinn, Fyrst og fremst er þetta fræðsluverkefni til að fá ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun og mæta á kjörstað,“ segir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira