Skattameðferð á útfararkostnaði ekkils ekki í samræmi við vinnureglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. maí 2018 07:15 Í úrskurði YSKN segir að rökstuðningi RSK hafi verið ábótavant. vísir/anton brink Yfirskattanefnd (YSKN) hefur fellt úr gildi úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um synjun á ívilnun skatta ekkils vegna andláts konu hans. Nefndin taldi rökstuðning Ríkisskattstjóra ófullnægjandi auk þess að niðurstaðan samræmdist ekki verklags- og vinnureglum embættisins. Í ágúst í fyrra óskaði ekkillinn eftir lækkun tekjuskattstofns síns um 900 þúsund krónur vegna kostnaðar við útför eiginkonu sinnar. Þá benti hann á að tekjur heimilisins hefðu skerst verulega við fráfall hennar. RSK hafnaði beiðninni þar sem kostnaður hefði fallið til árið 2017 og kæmi þá til frádráttar 2018. Maðurinn skaut niðurstöðunni til YSKN. Í úrskurði YSKN segir að rökstuðningi RSK hafi verið ábótavant. Ekkert hafi verið vikið að því hvort hæfi mannsins til að afla tekna hafi skerst við fráfall konu hans heldur aðeins einblínt á útfararkostnaðinn. „Hvað snertir sérstaklega ívilnunartilvik af því tagi sem ríkisskattstjóri veitti úrlausn í úrskurði sínum þykir nærtækt að leita fanga í fræðasjó embættisins,“ segir YSKN en þar var vísað í grein í Tíund, fréttablaði RSK. Þar segir að löng hefð sé fyrir ívilnun vegna mannsláts. Hún komi meðal annars til er andlátið valdi verulega skertu gjaldþoli hjá eftirlifandi maka. „Þá blasir við að forsendur og niðurstaða ríkisskattstjóra í máli kæranda […] eru ekki í samræmi við þær verklags- og vinnureglur embættisins,“ segir í úrskurði YSKN. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Yfirskattanefnd (YSKN) hefur fellt úr gildi úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um synjun á ívilnun skatta ekkils vegna andláts konu hans. Nefndin taldi rökstuðning Ríkisskattstjóra ófullnægjandi auk þess að niðurstaðan samræmdist ekki verklags- og vinnureglum embættisins. Í ágúst í fyrra óskaði ekkillinn eftir lækkun tekjuskattstofns síns um 900 þúsund krónur vegna kostnaðar við útför eiginkonu sinnar. Þá benti hann á að tekjur heimilisins hefðu skerst verulega við fráfall hennar. RSK hafnaði beiðninni þar sem kostnaður hefði fallið til árið 2017 og kæmi þá til frádráttar 2018. Maðurinn skaut niðurstöðunni til YSKN. Í úrskurði YSKN segir að rökstuðningi RSK hafi verið ábótavant. Ekkert hafi verið vikið að því hvort hæfi mannsins til að afla tekna hafi skerst við fráfall konu hans heldur aðeins einblínt á útfararkostnaðinn. „Hvað snertir sérstaklega ívilnunartilvik af því tagi sem ríkisskattstjóri veitti úrlausn í úrskurði sínum þykir nærtækt að leita fanga í fræðasjó embættisins,“ segir YSKN en þar var vísað í grein í Tíund, fréttablaði RSK. Þar segir að löng hefð sé fyrir ívilnun vegna mannsláts. Hún komi meðal annars til er andlátið valdi verulega skertu gjaldþoli hjá eftirlifandi maka. „Þá blasir við að forsendur og niðurstaða ríkisskattstjóra í máli kæranda […] eru ekki í samræmi við þær verklags- og vinnureglur embættisins,“ segir í úrskurði YSKN.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira