Skattameðferð á útfararkostnaði ekkils ekki í samræmi við vinnureglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. maí 2018 07:15 Í úrskurði YSKN segir að rökstuðningi RSK hafi verið ábótavant. vísir/anton brink Yfirskattanefnd (YSKN) hefur fellt úr gildi úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um synjun á ívilnun skatta ekkils vegna andláts konu hans. Nefndin taldi rökstuðning Ríkisskattstjóra ófullnægjandi auk þess að niðurstaðan samræmdist ekki verklags- og vinnureglum embættisins. Í ágúst í fyrra óskaði ekkillinn eftir lækkun tekjuskattstofns síns um 900 þúsund krónur vegna kostnaðar við útför eiginkonu sinnar. Þá benti hann á að tekjur heimilisins hefðu skerst verulega við fráfall hennar. RSK hafnaði beiðninni þar sem kostnaður hefði fallið til árið 2017 og kæmi þá til frádráttar 2018. Maðurinn skaut niðurstöðunni til YSKN. Í úrskurði YSKN segir að rökstuðningi RSK hafi verið ábótavant. Ekkert hafi verið vikið að því hvort hæfi mannsins til að afla tekna hafi skerst við fráfall konu hans heldur aðeins einblínt á útfararkostnaðinn. „Hvað snertir sérstaklega ívilnunartilvik af því tagi sem ríkisskattstjóri veitti úrlausn í úrskurði sínum þykir nærtækt að leita fanga í fræðasjó embættisins,“ segir YSKN en þar var vísað í grein í Tíund, fréttablaði RSK. Þar segir að löng hefð sé fyrir ívilnun vegna mannsláts. Hún komi meðal annars til er andlátið valdi verulega skertu gjaldþoli hjá eftirlifandi maka. „Þá blasir við að forsendur og niðurstaða ríkisskattstjóra í máli kæranda […] eru ekki í samræmi við þær verklags- og vinnureglur embættisins,“ segir í úrskurði YSKN. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Yfirskattanefnd (YSKN) hefur fellt úr gildi úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um synjun á ívilnun skatta ekkils vegna andláts konu hans. Nefndin taldi rökstuðning Ríkisskattstjóra ófullnægjandi auk þess að niðurstaðan samræmdist ekki verklags- og vinnureglum embættisins. Í ágúst í fyrra óskaði ekkillinn eftir lækkun tekjuskattstofns síns um 900 þúsund krónur vegna kostnaðar við útför eiginkonu sinnar. Þá benti hann á að tekjur heimilisins hefðu skerst verulega við fráfall hennar. RSK hafnaði beiðninni þar sem kostnaður hefði fallið til árið 2017 og kæmi þá til frádráttar 2018. Maðurinn skaut niðurstöðunni til YSKN. Í úrskurði YSKN segir að rökstuðningi RSK hafi verið ábótavant. Ekkert hafi verið vikið að því hvort hæfi mannsins til að afla tekna hafi skerst við fráfall konu hans heldur aðeins einblínt á útfararkostnaðinn. „Hvað snertir sérstaklega ívilnunartilvik af því tagi sem ríkisskattstjóri veitti úrlausn í úrskurði sínum þykir nærtækt að leita fanga í fræðasjó embættisins,“ segir YSKN en þar var vísað í grein í Tíund, fréttablaði RSK. Þar segir að löng hefð sé fyrir ívilnun vegna mannsláts. Hún komi meðal annars til er andlátið valdi verulega skertu gjaldþoli hjá eftirlifandi maka. „Þá blasir við að forsendur og niðurstaða ríkisskattstjóra í máli kæranda […] eru ekki í samræmi við þær verklags- og vinnureglur embættisins,“ segir í úrskurði YSKN.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent