Innlent

Reykjadalur opnaður fyrir umferð

Birgir Olgeirsson skrifar
Landverðir munu hafa eftirlit með ferðum gesta og tryggja að þeir fari ekki út fyrir göngustíg.
Landverðir munu hafa eftirlit með ferðum gesta og tryggja að þeir fari ekki út fyrir göngustíg. Vísir/UST
Umferð um göngustíg í Reykjadal verður aftur heimil frá og með klukkan 10 á morgun en landverðir frá Umhverfisstofnun verða á staðnum og fylgjast með ferðalögum gesta.

Munu landverðirnir hafa eftirlit með því að gestir svæðisins fari ekki út fyrir göngustíga þar sem svæðið er illa farið.

Umhverfisstofnun biður ferðaþjónustuaðila að miðla því til viðskiptavina sinna sem stefna á að fara í Reykjadal að þeir gangi einungis á merktum göngustígum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×