Efnismiðlun Góða hirðisins opnaði í dag: Margir munir sem geta öðlast framhaldslíf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. maí 2018 20:15 Það kennir ýmissa grasa í Sorpu við Sævarhöfða þar sem efnismiðlun Góða hirðisins opnaði í dag. Um er að ræða tilraunaverkefni sem hefur farið vel af stað að sögn rektstrarstjóra. Ágóði efnissölunnar mun renna til góðgerðarmála. Á markaðnum er að finna ýmsa muni sem að gætu vel öðlast framhaldslíf. Má þar meðal annars nefna nefna timbur, hurðar, hellur og heilu innréttingarnar - blöndunartæki, reiðhjól og ýmislegt fleira, sem fyrri eigendur hafa losað sig við á haugana. „Hérna erum við búin að tína saman alls konar efni og búið til lítinn markað og svo erum við spennt að sjá hver viðbrögðin verða hjá væntanlegum viðskiptavinum,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Hann segir söluna hafa farið ágætlega af stað strax á fyrsta degi. „Fólk hefur náttúrlega í gegnum tíðina töluvert verið að spyrja okkur út í alls konar hluti, hvort það megi taka þetta eða taka hitt, þannig við höfum svo sem áttað okkur á því að það er svolítil eftirspurn. Nú viljum við bara formgera það í þessu því að okkur hugnast það illa þegar það er verið að skríða ofan í gámana“ segir Guðmundur. Talið er að markaðurinn muni nýtast breiðum hópi viðskiptavina, einna helst einstaklingum og skólum, og ekki síður þeim sem stunda einhvers konar listsköpun. Verði verður stillt í hóf að sögn Guðmundar en ef vel gengur og hagnaður verður af sölunni verður hann látinn renna til góðgerðarmála. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í Sorpu við Sævarhöfða þar sem efnismiðlun Góða hirðisins opnaði í dag. Um er að ræða tilraunaverkefni sem hefur farið vel af stað að sögn rektstrarstjóra. Ágóði efnissölunnar mun renna til góðgerðarmála. Á markaðnum er að finna ýmsa muni sem að gætu vel öðlast framhaldslíf. Má þar meðal annars nefna nefna timbur, hurðar, hellur og heilu innréttingarnar - blöndunartæki, reiðhjól og ýmislegt fleira, sem fyrri eigendur hafa losað sig við á haugana. „Hérna erum við búin að tína saman alls konar efni og búið til lítinn markað og svo erum við spennt að sjá hver viðbrögðin verða hjá væntanlegum viðskiptavinum,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Hann segir söluna hafa farið ágætlega af stað strax á fyrsta degi. „Fólk hefur náttúrlega í gegnum tíðina töluvert verið að spyrja okkur út í alls konar hluti, hvort það megi taka þetta eða taka hitt, þannig við höfum svo sem áttað okkur á því að það er svolítil eftirspurn. Nú viljum við bara formgera það í þessu því að okkur hugnast það illa þegar það er verið að skríða ofan í gámana“ segir Guðmundur. Talið er að markaðurinn muni nýtast breiðum hópi viðskiptavina, einna helst einstaklingum og skólum, og ekki síður þeim sem stunda einhvers konar listsköpun. Verði verður stillt í hóf að sögn Guðmundar en ef vel gengur og hagnaður verður af sölunni verður hann látinn renna til góðgerðarmála.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira