Innlent

Úttekt á áhrifum hvalveiða áður en næsta vertíð verður ákveðin

Kristján Már Unnarsson skrifar
Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, afhendir undirskriftalistana.
Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, afhendir undirskriftalistana. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Sjávarútvegsráðherra ætlar að fá álit Hafrannsóknastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á áhrifum hvalveiða fyrir haustið áður en ákvörðun verður tekin um framhald veiðanna. Ráðherra fékk afhentar í dag fimmtíu þúsund undirskriftir með kröfu um að Faxaflói verði allur griðarsvæði hvala. Það mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Fulltrúar Alþjóðadýravelferðarsjóðsins, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar mættu til fundar við Kristján Þór Júlíusson í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í hádeginu.

Ráðherrann hlýðir á Sigurstein Másson, talsmann Alþjóðadýravelferðarsjóðsins, lesa texta undirskriftanna.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Undirskriftum alls 50.424 einstaklinga var safnað á einu ári en það var framkvæmdastjóri Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtakanna, Rannveig Grétarsdóttir, sem afhenti ráðherranum pakkann. 

Ráðherrann sagði að óþarflega mikið flökt hefði verið á verndarlínu hrefnunnar í Faxaflóa og boðaði meiri stöðugleika. Þá greindi ráðherrann frá því hvernig ákvörðun yrði tekin um framhald hvalveiða eftir þessa vertíð. 

Nánar má fræðast um það hér í frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel

Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×