Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2018 20:45 Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í Reykjavíkurhöfn í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Rætt var við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, í fréttum Stöðvar 2. Stórhveli voru síðast veidd við Íslandsstrendur haustið 2015. En áður en veiðarnar geta hafist að nýju þurfa hvalbátarnir að fara í klössun. Það var minni og eldri báturinn, Hvalur 8, sem dreginn var upp í slipp Stálsmiðjunnar Framtaks í Reykjavíkurhöfn í dag. Síðar í mánuðinum kemur röðin að Hval 9 en þrjú ár eru frá því bátarnir fóru síðast í slipp. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það þarf að botnhreinsa þá og zinka þá. Það er svona ýmislegt sem þarf að dytta að,” segir Ólafur. Rétt eins og hvalbátarnir eru tæki slippsins komin til ára sinna en gera þó enn sitt gagn en því fylgir átak að draga slík skip upp á þurrt. Ólafur býst við að milli 160 og 170 manns starfi á hvalvertíðinni í sumar og segir stemmninguna meðal starfsmanna mjög góða. „Við erum búnir að hvíla okkur í tvö ár svoleiðis að það er kominn tími til að fara af stað núna. Sem við og gerum, fljótlega í júní. Þá ætlum við að leggja í hann.”Sverir stálvírar eru notaðir til að draga skipið upp í slippinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir mótmæli gegn hvalveiðum litlu breyta gagnvart starfsmönnum. Veiðikvóti sé gefinn út á grundvelli mats mjög góðra íslenskra vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er talað um 20 til 25 þúsund dýr sem eru hér á Norður-Atlantshafinu. Við erum að taka þetta 130-140 og upp í 150 dýr. Nú er kvótinn 161 dýr. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu svokallaða mótmælaliði, því miður. Það gengur ekkert inn í okkur. Við erum orðnir ýmsu vanir gagnvart þeim.” -Þannig að þið hafið góða samvisku gagnvart þessum veiðum? „Mjög góða og sofum vel,” svarar skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54 Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Rætt var við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, í fréttum Stöðvar 2. Stórhveli voru síðast veidd við Íslandsstrendur haustið 2015. En áður en veiðarnar geta hafist að nýju þurfa hvalbátarnir að fara í klössun. Það var minni og eldri báturinn, Hvalur 8, sem dreginn var upp í slipp Stálsmiðjunnar Framtaks í Reykjavíkurhöfn í dag. Síðar í mánuðinum kemur röðin að Hval 9 en þrjú ár eru frá því bátarnir fóru síðast í slipp. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það þarf að botnhreinsa þá og zinka þá. Það er svona ýmislegt sem þarf að dytta að,” segir Ólafur. Rétt eins og hvalbátarnir eru tæki slippsins komin til ára sinna en gera þó enn sitt gagn en því fylgir átak að draga slík skip upp á þurrt. Ólafur býst við að milli 160 og 170 manns starfi á hvalvertíðinni í sumar og segir stemmninguna meðal starfsmanna mjög góða. „Við erum búnir að hvíla okkur í tvö ár svoleiðis að það er kominn tími til að fara af stað núna. Sem við og gerum, fljótlega í júní. Þá ætlum við að leggja í hann.”Sverir stálvírar eru notaðir til að draga skipið upp í slippinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir mótmæli gegn hvalveiðum litlu breyta gagnvart starfsmönnum. Veiðikvóti sé gefinn út á grundvelli mats mjög góðra íslenskra vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er talað um 20 til 25 þúsund dýr sem eru hér á Norður-Atlantshafinu. Við erum að taka þetta 130-140 og upp í 150 dýr. Nú er kvótinn 161 dýr. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu svokallaða mótmælaliði, því miður. Það gengur ekkert inn í okkur. Við erum orðnir ýmsu vanir gagnvart þeim.” -Þannig að þið hafið góða samvisku gagnvart þessum veiðum? „Mjög góða og sofum vel,” svarar skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54 Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00
Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54
Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00