Fótbolti

Dani Alves missir af HM

Einar Sigurvinsson skrifar
Dani Alves meiddist í bikarúrslitaleik gegn Les Herbiers á þriðjudaginn.
Dani Alves meiddist í bikarúrslitaleik gegn Les Herbiers á þriðjudaginn. Getty
Dani Alves, leikmaður Paris Saint-Germain, mun ekki vera í landsliðhópi Brasilíu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Alves skaddaði krossband í bikarúrslitaleik Paris Saint-Germain og Les Herbiers á dögunum og nú er ljóst að hann er á leið í aðgerð.

Dani Alves hefur verið lykilmaður í landsliði Brasilíu og leikið 107 landsleiki fyrir þjóðina.

Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir Brasilíu en það er einnig óljóst hvort framherji þeirra og dýrasti knattspyrnumaður sögunnar, Neymar, muni ná sér í tæka tíð fyrir Heimsmeistaramótið. Neymar þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa brotið bein í rist í febrúar.

Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir 33 daga, þann 14. júní. Fyrsti leikur Brasilíu á mótinu er á móti Sviss þremur dögum síðar. Ásamt Svisslandi eru Brasilía í riðli með Kosta Ríka og Serbíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×