„Fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2018 19:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. VÍSIR/EYÞÓR Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta.Í nýrri samantekt Ferðamálastofu sem birt var í gær kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem fækkun hefur verið á milli ára. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þetta ekki koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur sem var, hann er ábyggilega liðinn enda getum við ekki tekið við áframhaldandi slíkum vexti í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Skarphéðinn. „Það sem af er árinu er fjölgun miðað við sömu mánuði í fyrra þannig að það er engin ástæða til þess að örvænta yfir því.“ Skoða þurfi stærra tímabil svo unnt sé að leggja mat á það hvort um raunverulegan samdrátt sé að ræða að sögn Skarphéðins. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. „Við vissum alveg, og vitum alveg, að vöxturinn er að minnka og ég hef tekið undir með [ferðaþjónustu]greininni þegar greinin segir að fjöldi ferðamanna sé ekki það sem skiptir öllu máli. Auðvitað lítum við til þess en við erum miklu frekar að horfa á dreifingu þeirra, eyðslu þeirra, dvalartíma, ferðahegðun og þessa þætti,“ segir Þórdís. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fækkunina vera til marks um að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fari versnandi. Ráðherra segir þó fleiri þætti spila inn í. „Samkeppnishæfin Íslands er sterk. Þegar það kemur að verðlagningu og verði á Íslandi, þar erum við ekki jafn sterk,“ segir Þórdís. Vert sé því að fylgjast vel með þróuninni og aðlagast þurfi aðstæðum hverju sinni. „Auðvitað þurfum við að lesa í það ef það eru einhverjar miklar sviptingar en fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum þannig að ég, eins og staðan er núna, hef ekki áhyggjur af stöðunni.“ Tengdar fréttir Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta.Í nýrri samantekt Ferðamálastofu sem birt var í gær kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem fækkun hefur verið á milli ára. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þetta ekki koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur sem var, hann er ábyggilega liðinn enda getum við ekki tekið við áframhaldandi slíkum vexti í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Skarphéðinn. „Það sem af er árinu er fjölgun miðað við sömu mánuði í fyrra þannig að það er engin ástæða til þess að örvænta yfir því.“ Skoða þurfi stærra tímabil svo unnt sé að leggja mat á það hvort um raunverulegan samdrátt sé að ræða að sögn Skarphéðins. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. „Við vissum alveg, og vitum alveg, að vöxturinn er að minnka og ég hef tekið undir með [ferðaþjónustu]greininni þegar greinin segir að fjöldi ferðamanna sé ekki það sem skiptir öllu máli. Auðvitað lítum við til þess en við erum miklu frekar að horfa á dreifingu þeirra, eyðslu þeirra, dvalartíma, ferðahegðun og þessa þætti,“ segir Þórdís. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fækkunina vera til marks um að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fari versnandi. Ráðherra segir þó fleiri þætti spila inn í. „Samkeppnishæfin Íslands er sterk. Þegar það kemur að verðlagningu og verði á Íslandi, þar erum við ekki jafn sterk,“ segir Þórdís. Vert sé því að fylgjast vel með þróuninni og aðlagast þurfi aðstæðum hverju sinni. „Auðvitað þurfum við að lesa í það ef það eru einhverjar miklar sviptingar en fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum þannig að ég, eins og staðan er núna, hef ekki áhyggjur af stöðunni.“
Tengdar fréttir Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00