„Fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2018 19:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. VÍSIR/EYÞÓR Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta.Í nýrri samantekt Ferðamálastofu sem birt var í gær kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem fækkun hefur verið á milli ára. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þetta ekki koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur sem var, hann er ábyggilega liðinn enda getum við ekki tekið við áframhaldandi slíkum vexti í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Skarphéðinn. „Það sem af er árinu er fjölgun miðað við sömu mánuði í fyrra þannig að það er engin ástæða til þess að örvænta yfir því.“ Skoða þurfi stærra tímabil svo unnt sé að leggja mat á það hvort um raunverulegan samdrátt sé að ræða að sögn Skarphéðins. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. „Við vissum alveg, og vitum alveg, að vöxturinn er að minnka og ég hef tekið undir með [ferðaþjónustu]greininni þegar greinin segir að fjöldi ferðamanna sé ekki það sem skiptir öllu máli. Auðvitað lítum við til þess en við erum miklu frekar að horfa á dreifingu þeirra, eyðslu þeirra, dvalartíma, ferðahegðun og þessa þætti,“ segir Þórdís. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fækkunina vera til marks um að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fari versnandi. Ráðherra segir þó fleiri þætti spila inn í. „Samkeppnishæfin Íslands er sterk. Þegar það kemur að verðlagningu og verði á Íslandi, þar erum við ekki jafn sterk,“ segir Þórdís. Vert sé því að fylgjast vel með þróuninni og aðlagast þurfi aðstæðum hverju sinni. „Auðvitað þurfum við að lesa í það ef það eru einhverjar miklar sviptingar en fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum þannig að ég, eins og staðan er núna, hef ekki áhyggjur af stöðunni.“ Tengdar fréttir Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta.Í nýrri samantekt Ferðamálastofu sem birt var í gær kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem fækkun hefur verið á milli ára. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þetta ekki koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur sem var, hann er ábyggilega liðinn enda getum við ekki tekið við áframhaldandi slíkum vexti í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Skarphéðinn. „Það sem af er árinu er fjölgun miðað við sömu mánuði í fyrra þannig að það er engin ástæða til þess að örvænta yfir því.“ Skoða þurfi stærra tímabil svo unnt sé að leggja mat á það hvort um raunverulegan samdrátt sé að ræða að sögn Skarphéðins. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. „Við vissum alveg, og vitum alveg, að vöxturinn er að minnka og ég hef tekið undir með [ferðaþjónustu]greininni þegar greinin segir að fjöldi ferðamanna sé ekki það sem skiptir öllu máli. Auðvitað lítum við til þess en við erum miklu frekar að horfa á dreifingu þeirra, eyðslu þeirra, dvalartíma, ferðahegðun og þessa þætti,“ segir Þórdís. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fækkunina vera til marks um að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fari versnandi. Ráðherra segir þó fleiri þætti spila inn í. „Samkeppnishæfin Íslands er sterk. Þegar það kemur að verðlagningu og verði á Íslandi, þar erum við ekki jafn sterk,“ segir Þórdís. Vert sé því að fylgjast vel með þróuninni og aðlagast þurfi aðstæðum hverju sinni. „Auðvitað þurfum við að lesa í það ef það eru einhverjar miklar sviptingar en fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum þannig að ég, eins og staðan er núna, hef ekki áhyggjur af stöðunni.“
Tengdar fréttir Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent