Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ 12. maí 2018 13:00 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Stöð 2 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Í nýrri samantekt Ferðamálastofu kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuðí fyrra. Leita þurfi aftur til ársins 2010 til þess að finna fækkun milli ára, enda hefur ferðamönnum fjölgað nánast viðstöðulaust hingað til. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna áhyggjuefni.Dvelja skemur og faraístyttri ferðir „Nú hafa laun hækkað gífurlega og auðvitað með styrkingu íslensku krónunnar erum við, rétt eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar, að finna fyrir versnandi samkeppnishæfni,“ segir Helga. Þetta megi greinilega merkja á breyttri neysluhegðun ferðamanna. „Eftir því sem krónan hefur styrkst hefur neyslumynstur ferðamannsins breyst. Hann dvelur skemur, er ekki að gera eins vel við sig, fer ekki í eins stórar, dýrar og langar ferðir og ekki eins langt út á landsbyggðina. Þannig að landsbyggðin hefur líka fundið mikið fyrir þessum breytingum.“Hægt aðsjánorðurljós og náttúrufegurðvíðar ená Íslandi Helga bendir á að Ísland sé ekki eitt í heiminum þegar kemur að náttúrundrum. „Það er voða auðvelt að fara líka í norðurljósaferðir til Noregs eða Finnlands eða annars konar ferðir. Það eiga aðrir líka fallega náttúru o.s.frv. og gríðarleg samkeppni áþessum markaði eins og öðrum,“ segir Helga. Hún segir ferðaþjónustuaðila hafa fjárfest gríðarlega í innviðum, tækjum og tólum. Hins vegar ríði nú mikiðá að stjórnvöld geri slíkt hið sama. Alltént sé ljóst að fjölgun ferðamanna muni ekki halda áfram héðan í frá, í sama mæli og hingað til. „Við erum klárlega komin aðákveðnum þolmörkum og við munum ekki horfa til vaxtar í sama mæli og áður, og það eru sannarlega teikn á lofti,“ segir Helga að lokum. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Í nýrri samantekt Ferðamálastofu kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuðí fyrra. Leita þurfi aftur til ársins 2010 til þess að finna fækkun milli ára, enda hefur ferðamönnum fjölgað nánast viðstöðulaust hingað til. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna áhyggjuefni.Dvelja skemur og faraístyttri ferðir „Nú hafa laun hækkað gífurlega og auðvitað með styrkingu íslensku krónunnar erum við, rétt eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar, að finna fyrir versnandi samkeppnishæfni,“ segir Helga. Þetta megi greinilega merkja á breyttri neysluhegðun ferðamanna. „Eftir því sem krónan hefur styrkst hefur neyslumynstur ferðamannsins breyst. Hann dvelur skemur, er ekki að gera eins vel við sig, fer ekki í eins stórar, dýrar og langar ferðir og ekki eins langt út á landsbyggðina. Þannig að landsbyggðin hefur líka fundið mikið fyrir þessum breytingum.“Hægt aðsjánorðurljós og náttúrufegurðvíðar ená Íslandi Helga bendir á að Ísland sé ekki eitt í heiminum þegar kemur að náttúrundrum. „Það er voða auðvelt að fara líka í norðurljósaferðir til Noregs eða Finnlands eða annars konar ferðir. Það eiga aðrir líka fallega náttúru o.s.frv. og gríðarleg samkeppni áþessum markaði eins og öðrum,“ segir Helga. Hún segir ferðaþjónustuaðila hafa fjárfest gríðarlega í innviðum, tækjum og tólum. Hins vegar ríði nú mikiðá að stjórnvöld geri slíkt hið sama. Alltént sé ljóst að fjölgun ferðamanna muni ekki halda áfram héðan í frá, í sama mæli og hingað til. „Við erum klárlega komin aðákveðnum þolmörkum og við munum ekki horfa til vaxtar í sama mæli og áður, og það eru sannarlega teikn á lofti,“ segir Helga að lokum.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira