Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 18:15 Ivanka Trump og Benjamin Netanyahu féllust í faðma í dag. vísir/epa Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner verða viðstödd opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem sem fer fram á morgun. Hjónin fara fyrir sendinefnd Bandaríkjanna en þau lentu í Ísrael í dag og hittu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sá sér ekki fært að mæta á opnunina en gert er ráð fyrir því að Trump flytji stutt ávarp í gegnum streymi á athöfninni. BBC greinir frá. Ákvörðun Trumps að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hefur víða um heim verið mótmælt. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem. Palestínumenn telja að með útspilinu hafi forsetinn ógnað friðarviðræðum ríkjanna tveggja. Skömmu eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta gerðu Egyptar drög að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og felldu tillöguna. Í drögum að ályktuninni segir „Því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun öryggisráðsins.“Þrátt fyrir að Palestínumenn segi að ákvörðun Bandaríkjastjórnar ógni friðarviðræðum segist Ivanka Trump biðja fyrir friði.vísir/epaKjaftshögg aldarinnarForsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og biðlar til annarra ríkja að fara að fordæmi Donalds Trump. Það sé hið rétta í stöðunni. Á meðan Netanyahu talar um að flutningarnir séu tilefni til að fagna segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að ákvörðunin sé „kjaftshögg aldarinnar.“ Í Twitterfærslu sagði Ivanka að það sé henni heiður að vera viðstödd athöfnina á morgun og ennfremur að hún leggist á bæn fyrir frið.I am honored to join the delegation representing @POTUS, his Admin & the American people at this momentous ceremony commemorating the opening of our new US Embassy in Jerusalem, Israel. We will pray for the boundless potential of the US-Israel alliance & we will pray for peace. pic.twitter.com/ulYbJAfTcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 12, 2018 Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner verða viðstödd opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem sem fer fram á morgun. Hjónin fara fyrir sendinefnd Bandaríkjanna en þau lentu í Ísrael í dag og hittu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sá sér ekki fært að mæta á opnunina en gert er ráð fyrir því að Trump flytji stutt ávarp í gegnum streymi á athöfninni. BBC greinir frá. Ákvörðun Trumps að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hefur víða um heim verið mótmælt. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem. Palestínumenn telja að með útspilinu hafi forsetinn ógnað friðarviðræðum ríkjanna tveggja. Skömmu eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta gerðu Egyptar drög að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og felldu tillöguna. Í drögum að ályktuninni segir „Því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun öryggisráðsins.“Þrátt fyrir að Palestínumenn segi að ákvörðun Bandaríkjastjórnar ógni friðarviðræðum segist Ivanka Trump biðja fyrir friði.vísir/epaKjaftshögg aldarinnarForsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og biðlar til annarra ríkja að fara að fordæmi Donalds Trump. Það sé hið rétta í stöðunni. Á meðan Netanyahu talar um að flutningarnir séu tilefni til að fagna segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að ákvörðunin sé „kjaftshögg aldarinnar.“ Í Twitterfærslu sagði Ivanka að það sé henni heiður að vera viðstödd athöfnina á morgun og ennfremur að hún leggist á bæn fyrir frið.I am honored to join the delegation representing @POTUS, his Admin & the American people at this momentous ceremony commemorating the opening of our new US Embassy in Jerusalem, Israel. We will pray for the boundless potential of the US-Israel alliance & we will pray for peace. pic.twitter.com/ulYbJAfTcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 12, 2018
Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50
Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40
Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29