Innlent

Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá undirrituninni í gær.
Frá undirrituninni í gær. Reykjavík

Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. Ritað var undir samninga þessa efnis í gær.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að skipulagssamkeppni hafi verið haldin um skipulag í Skerjafirði og verið sé að vinna að deiliskipulagstillögu á grundvelli hennar. Um er að ræða landsvæði sem opnaðist sem byggingarland þegar litlu flugbrautinni var lokað.

Bjarg, sem er íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, hefur fengið vilyrði fyrir lóð þar sem leyft verður að byggja 100 íbúðir, en samkvæmt samkomulagi við Félagsstofnun stúdenta verða byggðar 160 íbúðir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.