Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 15:35 Gylfi og félagar eru alveg til í að halda ævintýrinu gangandiþ Vísir/Getty Þrír af fjórum sérfræðingum ESPN sem hafa hitað upp fyrir HM í fótbolta með því að ræða um hvert og eitt lið hafa enga trú á íslenska landsliðinu á HM og telja að það endi á botni D-riðils og fari heim eftir riðlakeppnina. Þetta eru fjórir virtir fótboltablaðamenn sem enski lýsandinn Ian Darke hefur spjallað við í röð stuttra myndbanda en mennirnir fjórir hafa allir fylgst með, skrifað og talað um fótbolta í mörg ár. Þetta eru Mark Ogden, blaðamaður á ESPN, Julian Laurens, franskur blaðamaður The Guardian, Þjóðverjinn Raphael Honigstein sem skrifar fyrir öll helstu blöð og tímarit heims og er sérfræðingur á ESPN, og Ítalinn Gabriele Marcotti sem er sérfræðingur ESPN í ítalska boltanum.Spekingar spjalla.ESPNSpilað yfir getu „Íslenska liðið gat komið á óvart í Frakklandi á EM 2016 og nýtti sér það. Frammistaðan var ekki einu sinni það góð því liðið vann einn alvöru leik á móti Englandi en riðlakeppnin var ekkert spes og svo rústaði Frakkland þeim í átta liða úrslitum,“ segir Ogden sem er neikvæðastur allra. „Ísland er ekki nýtt ofurlið sem hefur komið upp. Þetta er lið sem hefur nýtt sér styrkleika sína og spilað yfir getur. Nú getur það ekki komið á óvart þannig mótherjarnir munu nýta sér það og passa sig á að gera engin mistök,“ segir Ogden og Laurens tekur undir með honum. „Þetta lið er frekar fyrirsjáanlegt. Gylfi Sigurðsson er stjarnan og ekki er hann að spila vel fyrir Everton. Ég veit ekki heldur í hvaða standi hann mætir svo á HM,“ segir Frakkinn og bætir við: „Styrkleiki liðsins er varnarleikurinn og liðsheildin en ég tel að Ísland muni ekki ganga vel á HM,“ segir Julian Laurens.Birkir Bjarnason er líklegur til að leysa af inn á miðjunni en hann spilar einmitt ekki sem áhugamaður hjá Aston Villa.Vísir/GettyAf hverju ekki? Raphael Honigstein botnar hvorki upp né niður í þessum hrakspám félaga sinna og spyr þá af hverju Ísland ætti að hætta að ná góðum úrslitum núna. „Þú kallar þá fyrirsjáanlega en samt endar Ísland í efsta sæti riðils með Tyrklandi og Króatíu. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að liðið haldi áfram að gera sömu hluti? Ísland þarf ekki einu sinni að vinna riðilinn,“ segir Þjóðverjinn. „Argentína vinnur riðilinn þannig Ísland þarf bara að enda fyrir ofan Króatíu og Nígeríu og það hefur endað fyrir ofan Króatíu áður. Ég skil ekki hvers vegna það er svona sjálfsagt allt í einu að Króatía endi fyrir ofan Ísland,“ segir Raphael Honigstein.Spekingarnir sjá ekki fram á mörg Víkingaklöpp á HM.Vísir/EyþórAllt búið Marcotti er jafn svartsýnn og Laurens og Ogden og spáir strákunum okkar botnsæti D-riðilsins. „Málið með svona litlar þjóðir er að fáein meiðsli geta farið með mótið fyrir þeim. Ef eitthvað kemur fyrir Gylfa Sigurðsson kemur kannski inn leikmaður sem spilar sem áhugamaður,“ segir Marcotti sem hefur augljóslega ekki kynnt sér leikmannahóp íslenska liðsins neitt. „Ísland endar í botnsæti riðilsins,“ bætir Marcotti við og Darke setur svo rýtinginn endanlega í hjarta íslensku þjóðarinnar með orðunum: „Ævintýrið er á enda.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira
Þrír af fjórum sérfræðingum ESPN sem hafa hitað upp fyrir HM í fótbolta með því að ræða um hvert og eitt lið hafa enga trú á íslenska landsliðinu á HM og telja að það endi á botni D-riðils og fari heim eftir riðlakeppnina. Þetta eru fjórir virtir fótboltablaðamenn sem enski lýsandinn Ian Darke hefur spjallað við í röð stuttra myndbanda en mennirnir fjórir hafa allir fylgst með, skrifað og talað um fótbolta í mörg ár. Þetta eru Mark Ogden, blaðamaður á ESPN, Julian Laurens, franskur blaðamaður The Guardian, Þjóðverjinn Raphael Honigstein sem skrifar fyrir öll helstu blöð og tímarit heims og er sérfræðingur á ESPN, og Ítalinn Gabriele Marcotti sem er sérfræðingur ESPN í ítalska boltanum.Spekingar spjalla.ESPNSpilað yfir getu „Íslenska liðið gat komið á óvart í Frakklandi á EM 2016 og nýtti sér það. Frammistaðan var ekki einu sinni það góð því liðið vann einn alvöru leik á móti Englandi en riðlakeppnin var ekkert spes og svo rústaði Frakkland þeim í átta liða úrslitum,“ segir Ogden sem er neikvæðastur allra. „Ísland er ekki nýtt ofurlið sem hefur komið upp. Þetta er lið sem hefur nýtt sér styrkleika sína og spilað yfir getur. Nú getur það ekki komið á óvart þannig mótherjarnir munu nýta sér það og passa sig á að gera engin mistök,“ segir Ogden og Laurens tekur undir með honum. „Þetta lið er frekar fyrirsjáanlegt. Gylfi Sigurðsson er stjarnan og ekki er hann að spila vel fyrir Everton. Ég veit ekki heldur í hvaða standi hann mætir svo á HM,“ segir Frakkinn og bætir við: „Styrkleiki liðsins er varnarleikurinn og liðsheildin en ég tel að Ísland muni ekki ganga vel á HM,“ segir Julian Laurens.Birkir Bjarnason er líklegur til að leysa af inn á miðjunni en hann spilar einmitt ekki sem áhugamaður hjá Aston Villa.Vísir/GettyAf hverju ekki? Raphael Honigstein botnar hvorki upp né niður í þessum hrakspám félaga sinna og spyr þá af hverju Ísland ætti að hætta að ná góðum úrslitum núna. „Þú kallar þá fyrirsjáanlega en samt endar Ísland í efsta sæti riðils með Tyrklandi og Króatíu. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að liðið haldi áfram að gera sömu hluti? Ísland þarf ekki einu sinni að vinna riðilinn,“ segir Þjóðverjinn. „Argentína vinnur riðilinn þannig Ísland þarf bara að enda fyrir ofan Króatíu og Nígeríu og það hefur endað fyrir ofan Króatíu áður. Ég skil ekki hvers vegna það er svona sjálfsagt allt í einu að Króatía endi fyrir ofan Ísland,“ segir Raphael Honigstein.Spekingarnir sjá ekki fram á mörg Víkingaklöpp á HM.Vísir/EyþórAllt búið Marcotti er jafn svartsýnn og Laurens og Ogden og spáir strákunum okkar botnsæti D-riðilsins. „Málið með svona litlar þjóðir er að fáein meiðsli geta farið með mótið fyrir þeim. Ef eitthvað kemur fyrir Gylfa Sigurðsson kemur kannski inn leikmaður sem spilar sem áhugamaður,“ segir Marcotti sem hefur augljóslega ekki kynnt sér leikmannahóp íslenska liðsins neitt. „Ísland endar í botnsæti riðilsins,“ bætir Marcotti við og Darke setur svo rýtinginn endanlega í hjarta íslensku þjóðarinnar með orðunum: „Ævintýrið er á enda.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira