Andri Rúnar Bjarnason skoraði mark Helsingborg er liðið gerði grátlegt 1-1 jafntefli við Landskrona BoIS á útivelli í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.
Andri Rúnar, sem var markakóngur Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, skoraði fyrsta mark mark leiksins á 81. mínútu.
Ísfirðingurinn heldur uppteknum hætti í Svíþjóð en hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum sínum í sænsku B-deildinni.
Allt stefndi í 1-0 sigur Helsingborg en Karim Sadat jafnaði metin fyrir Landskrona með nánast síðustu spyrnu leiksins og lokatölur 1-1.
Helsingborg er í fjórða sæti deildarinnar með ellefu stig eftir leikina sex en á toppnum er Örgryte með nítján stig. Helsingborg á þó leik til góða.
