Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:53 Söngkonan Netta var fulltrúi Ísraels í Eurovision í ár. Hún var að vonum afar sátt með sigurinn. vísir/ap Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. Vísir fjallaði fyrst um listann í gærmorgun og voru þá um 4.500 manns búnir að skrifa undir listann. Nú, tæpum sólarhring síðar, hafa því nærri 12.000 undirskriftir bæst við. Árni St. Sigurðsson hóf undirskriftasöfnunina en henni er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Á vefsíðunni þar sem undirskriftunum er safnað segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Páll Óskar er einn þeirra sem hvetur til þess að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael.vísir/anton brinkPáll Óskar og Daði Freyr vilja ekki að Ísland taki þátt Sigur Ísraels í Eurovision, og þar af leiðandi sú staðreynd að keppnin fari fram þar í landi að ári, hefur vakið hörð viðbrögð vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið í deiglunni undanfarna daga vegna mótmæla Palestínumanna í Gaza og á Vesturbakkanum en Ísraelsher hefur mætt mótmælendum af hörku. Hefur herinn drepið sextíu palestínska mótmælendur og sært að minnsta kosti 2.400 manns en framganga hefur verið fordæmd víða, meðal annars af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og embættismönnum hjá Sameinuðu þjóðunum. Á meðal þeirra sem hvöttu til þess í gær að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael voru tónlistarmennirnir Daði Freyr og Páll Óskar. Daði Freyr tók þátt í forkeppni Eurovision hér heima í fyrra og Páll Óskar fór út fyrir Íslands hönds árið 1997. Sagði Páll Óskar á Facebook-síðu sinni í gær að hér væri „kjörið tækifæri til að mótmæla fjöldamorðum Ísraelhers á Palestínu og setja Ísreal mörk á alþjóðavísu.“ Hvatti hann RÚV til að nýta tækifærið og mótmæla með fjarveru Íslands í keppninni.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánVega og meta aðstæður hverju sinni Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að það væri eðlilegt að aðstæðurnar í Ísrael setji strik í reikninginn. Það væri ákveðið árlega hvort að Ísland tæki þátt í Eurovision eða ekki. Mikilvægt væri að taka mið af aðstæðum hverju sinni en ákvörðun um þátttöku Íslands þarf ekki að liggja fyrir fyrr en í haust. „Við gerum þetta reglulega, við vegum og metum aðstæður, við vegum og metum hvar keppnin er haldin og við hvaða skilyrði og hver kostnaðurinn er þannig að það að þessar aðstæður séu komnar upp núna í Ísrael það setur að sjálfsögðu eitthvað strik í reikninginn og er eitthvað sem við munum líta til þegar við erum komin á þann stað að taka ákvörðun um það hvort við verðum með eða ekki,“ sagði Skarphéðinn. Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. Vísir fjallaði fyrst um listann í gærmorgun og voru þá um 4.500 manns búnir að skrifa undir listann. Nú, tæpum sólarhring síðar, hafa því nærri 12.000 undirskriftir bæst við. Árni St. Sigurðsson hóf undirskriftasöfnunina en henni er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Á vefsíðunni þar sem undirskriftunum er safnað segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Páll Óskar er einn þeirra sem hvetur til þess að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael.vísir/anton brinkPáll Óskar og Daði Freyr vilja ekki að Ísland taki þátt Sigur Ísraels í Eurovision, og þar af leiðandi sú staðreynd að keppnin fari fram þar í landi að ári, hefur vakið hörð viðbrögð vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið í deiglunni undanfarna daga vegna mótmæla Palestínumanna í Gaza og á Vesturbakkanum en Ísraelsher hefur mætt mótmælendum af hörku. Hefur herinn drepið sextíu palestínska mótmælendur og sært að minnsta kosti 2.400 manns en framganga hefur verið fordæmd víða, meðal annars af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og embættismönnum hjá Sameinuðu þjóðunum. Á meðal þeirra sem hvöttu til þess í gær að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael voru tónlistarmennirnir Daði Freyr og Páll Óskar. Daði Freyr tók þátt í forkeppni Eurovision hér heima í fyrra og Páll Óskar fór út fyrir Íslands hönds árið 1997. Sagði Páll Óskar á Facebook-síðu sinni í gær að hér væri „kjörið tækifæri til að mótmæla fjöldamorðum Ísraelhers á Palestínu og setja Ísreal mörk á alþjóðavísu.“ Hvatti hann RÚV til að nýta tækifærið og mótmæla með fjarveru Íslands í keppninni.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánVega og meta aðstæður hverju sinni Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að það væri eðlilegt að aðstæðurnar í Ísrael setji strik í reikninginn. Það væri ákveðið árlega hvort að Ísland tæki þátt í Eurovision eða ekki. Mikilvægt væri að taka mið af aðstæðum hverju sinni en ákvörðun um þátttöku Íslands þarf ekki að liggja fyrir fyrr en í haust. „Við gerum þetta reglulega, við vegum og metum aðstæður, við vegum og metum hvar keppnin er haldin og við hvaða skilyrði og hver kostnaðurinn er þannig að það að þessar aðstæður séu komnar upp núna í Ísrael það setur að sjálfsögðu eitthvað strik í reikninginn og er eitthvað sem við munum líta til þegar við erum komin á þann stað að taka ákvörðun um það hvort við verðum með eða ekki,“ sagði Skarphéðinn.
Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44
Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30