Lífið

Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra.
Daði Freyr hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. vísir/andri marínó

Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa um 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 

Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var.

„Við getum ekki ímyndað okkur að taka þátt í Eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og þeirra her beitir Palestínumönnum hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni. Við hvetjum RÚV til að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári,“ segir Daði Freyr sjálfur í stöðufærslur á Facebook.

Daði Freyr og Gagnamagnið slógu í gegn á síðasta ári þegar sveitin tók þátt í Söngvakeppninni og hafnaði í öðru sæti með lagið Hvað með það?
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.