Fótbolti

Arnór Ingvi ekki í hóp Malmö vegna meiðsla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi var ekki í leikmannahóp Malmö í kvöld. Vonandi verður kappinn orðinn klár fyrir HM.
Arnór Ingvi var ekki í leikmannahóp Malmö í kvöld. Vonandi verður kappinn orðinn klár fyrir HM. vísir/getty

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö er liðið tapaði 3-2 gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni.

Arnór Ingvi fór af velli í fyrri hálfleik í síðasta leik Malmö en hann meiddist á ökkla í 1-0 tapi gegn Trelleborg.

Keflvíkingurinn er í HM-hóp Íslands sem var tilkynntur síðasta föstudag en hann er einn 23 leikmanna sem fara til Rússlands.

Malmö á eftir að spila tvo leiki í sænsku úrvalsdeildinni áður en deildin fer í sumarfrí. Þá fer Arnór Ingvi til móts við landsliðið.

Sænsku meistararnir hafa byrjað illa og eru bara með ellefu stig eftir tíu leiki. Liðið er í tíunda sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.