Fótbolti

Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi verður farinn að sparka fast áður en langt um líður.
Gylfi verður farinn að sparka fast áður en langt um líður. vísir/getty

Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik.

Gylfi meiddist á hné í leik Everton þann 12. mars síðastliðinn. Hann þurfti að fara í litla aðgerð vegna meiðslanna en hefur verið á fínum batavegi.

Í dag sparkaði hann svo í bolta í fyrsta skipti og sýndi myndir af því á Instagram. Það myndband má sjá hér að neðan.

Ísland spilar fyrsta leik sinn á HM eftir mánuð og ef batinn verður áfram svona góður ætti Gylfi að vera klár í slaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.