Völdin innan seilingar fyrir popúlista og öfgaflokka Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. maí 2018 18:30 Vel hefur gengið í stjórnarmyndunarviðræðum popúlistaflokksins Fimmstjörnuhreyfingarinnar og öfga-hægriflokksins Fylkingarinnar undanfarna daga og vikur. Luigi Di Maio, leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, tilkynnti blaðamönnum í dag að jafnvel verði stjórnarsáttmáli undirritaður í kvöld. Ríkisstjórnin yrði tímamót í ítölskum stjórnmálum en þetta yrði í fyrsta sinn sem aðrir flokkar en hinir hefðbundnu mið vinstri- og hægriflokkar stjórna landinu. Ennfremur yrði þetta í fyrsta sinn sem flokkar andsnúnir Evrópusambandinu stjórna stofnríki sambandsins. Þeir eiga enn eftir að semja um það hvaða flokkur fer með forsætisráðuneytið en að öllum líkindum verður það annað hvort Di Maio eða Matteo Salvini, leiðtogi Fylkingarinnar. Nái flokkarnir saman er líklegt að þeir muni herða innflytjendalöggjöfina sem um munar og reka tugi ef ekki hundruði þúsunda flóttamanna og ólöglega innflytjendur úr landi. Embættismenn Evrópusambandsins eru uggandi yfir tilhugsuninni. Fyrir kosningar höfðu flokkarnir tónað niður Evrópuandúðina en nú þegar völdin eru innan seilingar hafa flokkarnir viðrað hugmyndnir á borð við að endursemja eigi um sáttmála Evrópusambandsins, koma á reglugerðum til að ríki geti yfirgefið Evrusvæðið og draga eigi úr útgjöldum Ítalíu til sambandsins. Þó hafa flokkarnir ekki talað fyrir því að Ítalía segi sig úr sambandinu líkt og Bretland en hafa hallast að því að Ítalíu myndi vegna betur utan evrusvæðisins. Þó að sáttmáli verði undirritaður í kvöld þarf enn að bera hann undir Sergio Mattarella, forseta landsins, sem fær lokaorðið við myndun ríkisstjórnar. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Vel hefur gengið í stjórnarmyndunarviðræðum popúlistaflokksins Fimmstjörnuhreyfingarinnar og öfga-hægriflokksins Fylkingarinnar undanfarna daga og vikur. Luigi Di Maio, leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, tilkynnti blaðamönnum í dag að jafnvel verði stjórnarsáttmáli undirritaður í kvöld. Ríkisstjórnin yrði tímamót í ítölskum stjórnmálum en þetta yrði í fyrsta sinn sem aðrir flokkar en hinir hefðbundnu mið vinstri- og hægriflokkar stjórna landinu. Ennfremur yrði þetta í fyrsta sinn sem flokkar andsnúnir Evrópusambandinu stjórna stofnríki sambandsins. Þeir eiga enn eftir að semja um það hvaða flokkur fer með forsætisráðuneytið en að öllum líkindum verður það annað hvort Di Maio eða Matteo Salvini, leiðtogi Fylkingarinnar. Nái flokkarnir saman er líklegt að þeir muni herða innflytjendalöggjöfina sem um munar og reka tugi ef ekki hundruði þúsunda flóttamanna og ólöglega innflytjendur úr landi. Embættismenn Evrópusambandsins eru uggandi yfir tilhugsuninni. Fyrir kosningar höfðu flokkarnir tónað niður Evrópuandúðina en nú þegar völdin eru innan seilingar hafa flokkarnir viðrað hugmyndnir á borð við að endursemja eigi um sáttmála Evrópusambandsins, koma á reglugerðum til að ríki geti yfirgefið Evrusvæðið og draga eigi úr útgjöldum Ítalíu til sambandsins. Þó hafa flokkarnir ekki talað fyrir því að Ítalía segi sig úr sambandinu líkt og Bretland en hafa hallast að því að Ítalíu myndi vegna betur utan evrusvæðisins. Þó að sáttmáli verði undirritaður í kvöld þarf enn að bera hann undir Sergio Mattarella, forseta landsins, sem fær lokaorðið við myndun ríkisstjórnar.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira