Ekki í boði að sleppa umsýslugjaldinu: „Auðvitað munar mann um þetta“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. maí 2018 20:00 Dæmi eru um að fasteignasalar hafi neitað að taka við kauptilboðum nema samhliða hafi verið samþykkt að greiða umsýslugjöld. Gjöldin nema jafnan tugum þúsunda króna, en eftirlitsnefnd fasteignasala hyggst taka málið fyrir á næsta fundi sínum. Í kvöldfréttum síðasta mánudag ítrekaði forstjóri Neytendastofu að lögum samkvæmt bæri fasteignasölum að kynna kaupendum rétt sinn til að fara sjálfir með skjöl í þinglýsingu í stað þess að greiða sérstakt umsýslugjald. Þannig væri það í samræmi við ákvörðun Neytendastofu og ummæli í lagafrumvarpi. Þrátt fyrir þetta er gjaldið víða enn sett fram sem skylda.Frétt Stöðvar 2: Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustuÞegar Ester Gísladóttir keypti fasteign í nóvember í fyrra furðaði hún sig á gjaldinu, sem hljóðaði upp á 60 þúsund krónur.Sagði gjaldið komið inn í lögin „Ég spurði hana hvort ég gæti ekki losnað við að borga þetta og gert þetta sjálf. Hún sagði nei, ég spyr af hverju, ég væri fullfær um það, ekki óviti og stödd í Reykjavík. Þá sagði hún að þetta hefði verið mikið í umræðunni fyrir nokkrum árum og væri komið inn í lögin,“ segir Ester. Hún greiddi því gjaldið en segir farir sínar ekki sléttar, enda hafi hún einfaldlega treyst því að um skyldu væri að ræða. „Þetta eru heilar 60 þúsund krónur og auðvitað munar mann um þetta. Sérstaklega þegar maður er að kaupa, þá munar mann um hverja krónu,“ segir Ester.Eftirlitsnefnd skoðar málið Fréttastofu hafa borist fleiri sambærilegar frásagnir. Meðal þeirra er frásögn kaupanda sem var tjáð að ef hann greiddi ekki gjaldið væri enga aðstoð að fá ef eitthvað kæmi upp á eftir kaup – nema gegn greiðslu 15 þúsund króna á klukkustund fyrir samtal. Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur eftirlit með starfsháttum stéttarinnar, en formaðurinn Þórður Bogason segir eina ábendingu hafa borist vegna umsýslugjalda í vikunni, en engar formlegar kvartanir. Fyrirkomulag þessara mála verði hins vegar sett á dagskrá á næsta fundi í tilefni fréttaflutnings síðustu daga. „Nefndin hefur oft gefið út sérstök umburðarbréf til fasteignasala þar sem leitast er við að leiðbeina um þætti sem nefndin telur að þurfi skoðunar við. Nefndin mun strax í næstu viku taka það til skoðunar að gefa út slíkt umburðarbréf og eða fjalla frekar um þessi atriði,“ segir Þórður. Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Dæmi eru um að fasteignasalar hafi neitað að taka við kauptilboðum nema samhliða hafi verið samþykkt að greiða umsýslugjöld. Gjöldin nema jafnan tugum þúsunda króna, en eftirlitsnefnd fasteignasala hyggst taka málið fyrir á næsta fundi sínum. Í kvöldfréttum síðasta mánudag ítrekaði forstjóri Neytendastofu að lögum samkvæmt bæri fasteignasölum að kynna kaupendum rétt sinn til að fara sjálfir með skjöl í þinglýsingu í stað þess að greiða sérstakt umsýslugjald. Þannig væri það í samræmi við ákvörðun Neytendastofu og ummæli í lagafrumvarpi. Þrátt fyrir þetta er gjaldið víða enn sett fram sem skylda.Frétt Stöðvar 2: Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustuÞegar Ester Gísladóttir keypti fasteign í nóvember í fyrra furðaði hún sig á gjaldinu, sem hljóðaði upp á 60 þúsund krónur.Sagði gjaldið komið inn í lögin „Ég spurði hana hvort ég gæti ekki losnað við að borga þetta og gert þetta sjálf. Hún sagði nei, ég spyr af hverju, ég væri fullfær um það, ekki óviti og stödd í Reykjavík. Þá sagði hún að þetta hefði verið mikið í umræðunni fyrir nokkrum árum og væri komið inn í lögin,“ segir Ester. Hún greiddi því gjaldið en segir farir sínar ekki sléttar, enda hafi hún einfaldlega treyst því að um skyldu væri að ræða. „Þetta eru heilar 60 þúsund krónur og auðvitað munar mann um þetta. Sérstaklega þegar maður er að kaupa, þá munar mann um hverja krónu,“ segir Ester.Eftirlitsnefnd skoðar málið Fréttastofu hafa borist fleiri sambærilegar frásagnir. Meðal þeirra er frásögn kaupanda sem var tjáð að ef hann greiddi ekki gjaldið væri enga aðstoð að fá ef eitthvað kæmi upp á eftir kaup – nema gegn greiðslu 15 þúsund króna á klukkustund fyrir samtal. Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur eftirlit með starfsháttum stéttarinnar, en formaðurinn Þórður Bogason segir eina ábendingu hafa borist vegna umsýslugjalda í vikunni, en engar formlegar kvartanir. Fyrirkomulag þessara mála verði hins vegar sett á dagskrá á næsta fundi í tilefni fréttaflutnings síðustu daga. „Nefndin hefur oft gefið út sérstök umburðarbréf til fasteignasala þar sem leitast er við að leiðbeina um þætti sem nefndin telur að þurfi skoðunar við. Nefndin mun strax í næstu viku taka það til skoðunar að gefa út slíkt umburðarbréf og eða fjalla frekar um þessi atriði,“ segir Þórður.
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira