Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Kristján Már Unnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. maí 2018 17:36 Við höfnina í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán Ellefu af þeim átján málum sem hafa verið til skoðunar hjá Þjóðskrá Íslands um lögheimilisskrárningar í Árneshrepp hafa verið felld niður. Í einu tilfelli fór einstaklingur að eigin frumkvæði fram á að Þjóðskrá leiðrétti lögheimilisskráninguna. Tíu dagar eru liðnir síðan ábending kom fram um hugsanlegt kosningasvindl í Árneshreppi. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá á Árneshrepps á Ströndum, eða um 38 prósenta fjölgun íbúa í fámennu sveitarfélagi, gæti tengst átökum um Hvalárvirkjun. Íbúi, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fullyrti að lögheimilisskráningarnar væru yfirtaka á hreppnum, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.Uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetuAðspurð um niðurstöðu athugunarinnar, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að niðurstaða liggi fyrir í tólf málum af átján sem eru til skoðunar. „Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“Ellefu einstaklingar uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetu.Vísir/stöð 2Annað eins mál ekki komið upp á ferli ÁstríðarLögreglan á Hólmavík hefur á undanförnum dögum rannsakað málið. „Það er liður í okkar rannsókn, sem iðulega er viðhaft, að óska eftir því að lögregla fari á staðinn og kanni hvernig búsetu einstaklinga er háttað í málum sem þessu og okkar niðurstaða byggist meðal annars á skýrslu frá lögreglunni á Hólmavík,“ segir Ástríður sem hefur ekki á sínum ferli unnið að viðlíka máli.En voru þetta málamyndaskráningar?„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsettu á þessum stað,“ segir Ástríður sem að öðru leyti getur ekki tjáð sig um eftirmála lögheimilisskráninganna því það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands. Nú er niðurstaða komin í tólf mál sem hafa verið til skoðunar en niðurstöðu hinna sex málanna er að vænta eftir helgi. „Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni.“ Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Ellefu af þeim átján málum sem hafa verið til skoðunar hjá Þjóðskrá Íslands um lögheimilisskrárningar í Árneshrepp hafa verið felld niður. Í einu tilfelli fór einstaklingur að eigin frumkvæði fram á að Þjóðskrá leiðrétti lögheimilisskráninguna. Tíu dagar eru liðnir síðan ábending kom fram um hugsanlegt kosningasvindl í Árneshreppi. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá á Árneshrepps á Ströndum, eða um 38 prósenta fjölgun íbúa í fámennu sveitarfélagi, gæti tengst átökum um Hvalárvirkjun. Íbúi, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fullyrti að lögheimilisskráningarnar væru yfirtaka á hreppnum, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.Uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetuAðspurð um niðurstöðu athugunarinnar, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að niðurstaða liggi fyrir í tólf málum af átján sem eru til skoðunar. „Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“Ellefu einstaklingar uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetu.Vísir/stöð 2Annað eins mál ekki komið upp á ferli ÁstríðarLögreglan á Hólmavík hefur á undanförnum dögum rannsakað málið. „Það er liður í okkar rannsókn, sem iðulega er viðhaft, að óska eftir því að lögregla fari á staðinn og kanni hvernig búsetu einstaklinga er háttað í málum sem þessu og okkar niðurstaða byggist meðal annars á skýrslu frá lögreglunni á Hólmavík,“ segir Ástríður sem hefur ekki á sínum ferli unnið að viðlíka máli.En voru þetta málamyndaskráningar?„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsettu á þessum stað,“ segir Ástríður sem að öðru leyti getur ekki tjáð sig um eftirmála lögheimilisskráninganna því það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands. Nú er niðurstaða komin í tólf mál sem hafa verið til skoðunar en niðurstöðu hinna sex málanna er að vænta eftir helgi. „Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni.“
Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00