Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Kristján Már Unnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. maí 2018 17:36 Við höfnina í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán Ellefu af þeim átján málum sem hafa verið til skoðunar hjá Þjóðskrá Íslands um lögheimilisskrárningar í Árneshrepp hafa verið felld niður. Í einu tilfelli fór einstaklingur að eigin frumkvæði fram á að Þjóðskrá leiðrétti lögheimilisskráninguna. Tíu dagar eru liðnir síðan ábending kom fram um hugsanlegt kosningasvindl í Árneshreppi. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá á Árneshrepps á Ströndum, eða um 38 prósenta fjölgun íbúa í fámennu sveitarfélagi, gæti tengst átökum um Hvalárvirkjun. Íbúi, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fullyrti að lögheimilisskráningarnar væru yfirtaka á hreppnum, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.Uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetuAðspurð um niðurstöðu athugunarinnar, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að niðurstaða liggi fyrir í tólf málum af átján sem eru til skoðunar. „Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“Ellefu einstaklingar uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetu.Vísir/stöð 2Annað eins mál ekki komið upp á ferli ÁstríðarLögreglan á Hólmavík hefur á undanförnum dögum rannsakað málið. „Það er liður í okkar rannsókn, sem iðulega er viðhaft, að óska eftir því að lögregla fari á staðinn og kanni hvernig búsetu einstaklinga er háttað í málum sem þessu og okkar niðurstaða byggist meðal annars á skýrslu frá lögreglunni á Hólmavík,“ segir Ástríður sem hefur ekki á sínum ferli unnið að viðlíka máli.En voru þetta málamyndaskráningar?„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsettu á þessum stað,“ segir Ástríður sem að öðru leyti getur ekki tjáð sig um eftirmála lögheimilisskráninganna því það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands. Nú er niðurstaða komin í tólf mál sem hafa verið til skoðunar en niðurstöðu hinna sex málanna er að vænta eftir helgi. „Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni.“ Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ellefu af þeim átján málum sem hafa verið til skoðunar hjá Þjóðskrá Íslands um lögheimilisskrárningar í Árneshrepp hafa verið felld niður. Í einu tilfelli fór einstaklingur að eigin frumkvæði fram á að Þjóðskrá leiðrétti lögheimilisskráninguna. Tíu dagar eru liðnir síðan ábending kom fram um hugsanlegt kosningasvindl í Árneshreppi. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá á Árneshrepps á Ströndum, eða um 38 prósenta fjölgun íbúa í fámennu sveitarfélagi, gæti tengst átökum um Hvalárvirkjun. Íbúi, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fullyrti að lögheimilisskráningarnar væru yfirtaka á hreppnum, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.Uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetuAðspurð um niðurstöðu athugunarinnar, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að niðurstaða liggi fyrir í tólf málum af átján sem eru til skoðunar. „Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“Ellefu einstaklingar uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetu.Vísir/stöð 2Annað eins mál ekki komið upp á ferli ÁstríðarLögreglan á Hólmavík hefur á undanförnum dögum rannsakað málið. „Það er liður í okkar rannsókn, sem iðulega er viðhaft, að óska eftir því að lögregla fari á staðinn og kanni hvernig búsetu einstaklinga er háttað í málum sem þessu og okkar niðurstaða byggist meðal annars á skýrslu frá lögreglunni á Hólmavík,“ segir Ástríður sem hefur ekki á sínum ferli unnið að viðlíka máli.En voru þetta málamyndaskráningar?„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsettu á þessum stað,“ segir Ástríður sem að öðru leyti getur ekki tjáð sig um eftirmála lögheimilisskráninganna því það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands. Nú er niðurstaða komin í tólf mál sem hafa verið til skoðunar en niðurstöðu hinna sex málanna er að vænta eftir helgi. „Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni.“
Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00