Ný þróunarmiðstöð eflir heilsugæsluna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2018 20:30 Heilbrigðisráðherra segir að ný þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu muni jafna aðgengi landsmanna að þjónustunni, efla gæði hennar og stuðla að nýjungum. Hún kynnti verkefnið í dag. Forstjóri heilbrigðisstofnunar Vesturlands telur miðstöðina verða lyftistöng fyrir heilsugæsluna í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að opnuð verði Þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu á blaðamannafundi í Velferðarráðuneytinu. Miðstöðin á að leiða faglega þróun allra heilsugæsluþjónustu í landinu en hún verður byggð á grunni Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður 230 milljónir króna og verða stöðugildi um 13 talsins. „Þarna erum við að safna saman þekkingu, þróa og síðan miðla henni út til þeirra sem eru að veita hana. Þannig að ég hef miklar væntingar um að þetta efli heilbrigðisþjónustuna okkar og efli heilsugæsluhlutann,“ segir Svandís. Fram hefur komið í fréttum að gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans síðustu misseri. Svandís segir að miðstöðin muni dreifa álaginu betur. „Hluti af markmiðinu er að létta á bráðamóttökunni og við vitum það að allar stórar ákvarðanir sem eru teknar í heilbrigðisþjónustunni hafa áhrif á aðra þætti kerfisins og þetta er eitt af því, “ segir Svandís. Á fundinum voru staddir allir forstjórar heilbrigðisstofnanna á landinu sem lýstu yfir ánægju með verkefnið meðal þeirra var forstjóri heilbrigðisstofnunar Vesturlands Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir„Við fögnum þessu, ég held að þetta geti verið lyftistöng fyrir heilsugæsluna í landinu að fá svona sameiginlegan vettvang,“ segir Jóhanna. Reglugerð um starfsemi heilsugæslunnar verður birt í Stjórnartíðindum á næstu dögum. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að ný þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu muni jafna aðgengi landsmanna að þjónustunni, efla gæði hennar og stuðla að nýjungum. Hún kynnti verkefnið í dag. Forstjóri heilbrigðisstofnunar Vesturlands telur miðstöðina verða lyftistöng fyrir heilsugæsluna í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að opnuð verði Þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu á blaðamannafundi í Velferðarráðuneytinu. Miðstöðin á að leiða faglega þróun allra heilsugæsluþjónustu í landinu en hún verður byggð á grunni Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður 230 milljónir króna og verða stöðugildi um 13 talsins. „Þarna erum við að safna saman þekkingu, þróa og síðan miðla henni út til þeirra sem eru að veita hana. Þannig að ég hef miklar væntingar um að þetta efli heilbrigðisþjónustuna okkar og efli heilsugæsluhlutann,“ segir Svandís. Fram hefur komið í fréttum að gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans síðustu misseri. Svandís segir að miðstöðin muni dreifa álaginu betur. „Hluti af markmiðinu er að létta á bráðamóttökunni og við vitum það að allar stórar ákvarðanir sem eru teknar í heilbrigðisþjónustunni hafa áhrif á aðra þætti kerfisins og þetta er eitt af því, “ segir Svandís. Á fundinum voru staddir allir forstjórar heilbrigðisstofnanna á landinu sem lýstu yfir ánægju með verkefnið meðal þeirra var forstjóri heilbrigðisstofnunar Vesturlands Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir„Við fögnum þessu, ég held að þetta geti verið lyftistöng fyrir heilsugæsluna í landinu að fá svona sameiginlegan vettvang,“ segir Jóhanna. Reglugerð um starfsemi heilsugæslunnar verður birt í Stjórnartíðindum á næstu dögum.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira