Enski boltinn

Conte: Gæti verið rekinn þrátt fyrir sigur

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að það sé góður möguleiki á því að hann yrði rekinn þrátt fyrir að vinna FA-bikarinn.

 

Eins og flestir vita þá mætast Manchester United og Chelsea í úrslitum bikarsins í dag en Chelsea hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel undir stjórn Conte á tímabilinu þrátt fyrir að vera komið í úrslitaleikinn en liðið missti t.d. af Meistaradeildarsæti í deildinni.

 

Conte segist vera viðbúinn öllu eftir úrslitaleikinn.

 

„Yfirleitt þegar allt er jákvætt í kringum þig þá verður allt miklu auðveldara, ég held að það segi sig sjálft. En þegar andrúmsloftið er neikvætt í kringum þig á verður allt erfiðara og þú verður að vera tilbúinn til þess að leggja hart að þér og ég tel mig hafa gert það með þjálfarateyminu mínu á þessari leiktíð,“ sagði Conte.

 

„Það eru aðrir sem leggja mat á tímabilið okkar, ég er ekki viss um að ég væri rétti maðurinn til þess að segja til um það hvað gerist ef við vinnum þennan leik eða hvað gerist ef við töpum þessum leik.“

 

„Ég hef ekki áhuga á að pæla í þessu, ég hef áhuga á því að vinna úrslitaleikinn, það er það mikilvægasta fyrir mig og fyrir leikmennina“

 

„Ef við vinnum, þá gæti ég samt sem áður verið rekinn, stundum er fótbolti þannig, þeir reka þig þrátt fyrir titla því þeir hafa sína ástæðu til þess.“

 


Tengdar fréttir

Mourinho og Conte semja frið

Skotin hafa gengið á víxl milli Jose Mourinho, stjóra Manchester United, og Antonio Conte, stjóra Chelsea, í vetur en þeir hafa borið klæði á vopnin fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×