Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. maí 2018 14:38 Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Eyþór Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Þeir segja að þannig megi bæta samkeppnishæfni skóla og auka aðsókn í kennaranám. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. Félag grunnskólakennara segir alvarlegan vanda blasa við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara sé afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Að mati félagsins sé stórsókn í menntamálum vera orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Þetta kom fram á aðalfundi grunnskólakennara sem haldinn var fyrir helgi. Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. „Staðan innan stéttarinnar myndi ég segja að væri ekki góð og ég held við getum flest verið sammála um það. Það er mikill skortur á kennurum og mikill fjöldi leiðbeinanda inni í skólanum. Þetta er eitthvað sem verður bara verra með árunum.“Hefur ástandið verið verra en nú? „Ekki síðustu ár.“Á aðalfundinum var skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd þeirra að ganga frá kjarasamningum við Félag grunnskólakennara sem allra fyrst en félagið hefur verið með lausan kjarasamning frá 1. desember 2017. Þessi staða skapar óvissu meðal félagsmanna og er skaðlegt skólastarfi í landinu. „Við skorum bara á Samband sveitarfélaganna að ná góðum samningi við okkur og vinna fljótt og vel.” Grunnskólakennarar skora á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. „Það þarf náttúrulega að ná fram þjóðarsátt þegar laun einnar stéttar eiga að hækka umfram aðrar stéttir. Það hefur verið gefin út þjóðarsátt um að það verði að leiðrétta laun kennara og við köllum eftir þessari þjóðarsátt, það er ekki nóg að segja að það eigi að leiðrétta launin, það þarf að leiðrétta þau. Og þá í samanburði við aðrar stéttir sérfræðinga sem við viljum oft miða okkur við.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Þeir segja að þannig megi bæta samkeppnishæfni skóla og auka aðsókn í kennaranám. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. Félag grunnskólakennara segir alvarlegan vanda blasa við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara sé afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Að mati félagsins sé stórsókn í menntamálum vera orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Þetta kom fram á aðalfundi grunnskólakennara sem haldinn var fyrir helgi. Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. „Staðan innan stéttarinnar myndi ég segja að væri ekki góð og ég held við getum flest verið sammála um það. Það er mikill skortur á kennurum og mikill fjöldi leiðbeinanda inni í skólanum. Þetta er eitthvað sem verður bara verra með árunum.“Hefur ástandið verið verra en nú? „Ekki síðustu ár.“Á aðalfundinum var skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd þeirra að ganga frá kjarasamningum við Félag grunnskólakennara sem allra fyrst en félagið hefur verið með lausan kjarasamning frá 1. desember 2017. Þessi staða skapar óvissu meðal félagsmanna og er skaðlegt skólastarfi í landinu. „Við skorum bara á Samband sveitarfélaganna að ná góðum samningi við okkur og vinna fljótt og vel.” Grunnskólakennarar skora á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. „Það þarf náttúrulega að ná fram þjóðarsátt þegar laun einnar stéttar eiga að hækka umfram aðrar stéttir. Það hefur verið gefin út þjóðarsátt um að það verði að leiðrétta laun kennara og við köllum eftir þessari þjóðarsátt, það er ekki nóg að segja að það eigi að leiðrétta launin, það þarf að leiðrétta þau. Og þá í samanburði við aðrar stéttir sérfræðinga sem við viljum oft miða okkur við.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12
Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01