Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. maí 2018 14:38 Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Eyþór Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Þeir segja að þannig megi bæta samkeppnishæfni skóla og auka aðsókn í kennaranám. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. Félag grunnskólakennara segir alvarlegan vanda blasa við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara sé afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Að mati félagsins sé stórsókn í menntamálum vera orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Þetta kom fram á aðalfundi grunnskólakennara sem haldinn var fyrir helgi. Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. „Staðan innan stéttarinnar myndi ég segja að væri ekki góð og ég held við getum flest verið sammála um það. Það er mikill skortur á kennurum og mikill fjöldi leiðbeinanda inni í skólanum. Þetta er eitthvað sem verður bara verra með árunum.“Hefur ástandið verið verra en nú? „Ekki síðustu ár.“Á aðalfundinum var skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd þeirra að ganga frá kjarasamningum við Félag grunnskólakennara sem allra fyrst en félagið hefur verið með lausan kjarasamning frá 1. desember 2017. Þessi staða skapar óvissu meðal félagsmanna og er skaðlegt skólastarfi í landinu. „Við skorum bara á Samband sveitarfélaganna að ná góðum samningi við okkur og vinna fljótt og vel.” Grunnskólakennarar skora á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. „Það þarf náttúrulega að ná fram þjóðarsátt þegar laun einnar stéttar eiga að hækka umfram aðrar stéttir. Það hefur verið gefin út þjóðarsátt um að það verði að leiðrétta laun kennara og við köllum eftir þessari þjóðarsátt, það er ekki nóg að segja að það eigi að leiðrétta launin, það þarf að leiðrétta þau. Og þá í samanburði við aðrar stéttir sérfræðinga sem við viljum oft miða okkur við.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Þeir segja að þannig megi bæta samkeppnishæfni skóla og auka aðsókn í kennaranám. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. Félag grunnskólakennara segir alvarlegan vanda blasa við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara sé afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Að mati félagsins sé stórsókn í menntamálum vera orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Þetta kom fram á aðalfundi grunnskólakennara sem haldinn var fyrir helgi. Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. „Staðan innan stéttarinnar myndi ég segja að væri ekki góð og ég held við getum flest verið sammála um það. Það er mikill skortur á kennurum og mikill fjöldi leiðbeinanda inni í skólanum. Þetta er eitthvað sem verður bara verra með árunum.“Hefur ástandið verið verra en nú? „Ekki síðustu ár.“Á aðalfundinum var skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd þeirra að ganga frá kjarasamningum við Félag grunnskólakennara sem allra fyrst en félagið hefur verið með lausan kjarasamning frá 1. desember 2017. Þessi staða skapar óvissu meðal félagsmanna og er skaðlegt skólastarfi í landinu. „Við skorum bara á Samband sveitarfélaganna að ná góðum samningi við okkur og vinna fljótt og vel.” Grunnskólakennarar skora á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. „Það þarf náttúrulega að ná fram þjóðarsátt þegar laun einnar stéttar eiga að hækka umfram aðrar stéttir. Það hefur verið gefin út þjóðarsátt um að það verði að leiðrétta laun kennara og við köllum eftir þessari þjóðarsátt, það er ekki nóg að segja að það eigi að leiðrétta launin, það þarf að leiðrétta þau. Og þá í samanburði við aðrar stéttir sérfræðinga sem við viljum oft miða okkur við.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12
Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01