Nauðgaði eiginkonu sinni og kom fyrir GPS-tæki í bíl hennar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2018 12:47 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Þá var hann einnig fundinn sekur um ítrekuð brot á nálgunarbanni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum og þáverandi eiginkonu sinni.Fylgdist með ferðum konunnar í fjóra mánuði Í dómnum yfir manninum kemur fram að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, nauðgun og frelsissviptingu gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn syni þeirra. Þá var maðurinn ákærður fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum með því að hafa látið þjónustaðila koma eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki fyrir í bifreið þáverandi eiginkonu hans, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á um fjögurra mánaða tímabili. Maðurinn neitaði sök í þeim ákæruliðum er hlutu að nauðgunar- og barnaverndarlagabrotum. Hann játaði hins vegar brot á nálgunarbanni og fjarskiptalögum. Sat um hana eftir íslenskunámskeið Í dómi kemur einnig fram að brotaþoli, þáverandi eiginkona mannsins, hafi árið 2016 óskað eftir aðstoð lögreglu vegna endurtekinna ofbeldisbrota af hálfu eiginmanns síns í sinn garð og gagnvart syni þeirra. Hún lýsti ofbeldinu sem andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Um mánuði eftir að konan leitaði fyrst til lögreglu lagði hún fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots og frelsissviptingar sem hafði átt sér stað deginum áður. Konan lýsti því svo að hún hafi verið á íslenskunámskeiði í skóla, en fjölskyldan fluttist til Íslands erlendis frá, þegar ákærði hafi komið að skólanum, setið um hana og beðið eftir henni á bílaplani. Þegar konan hugðist bakka bíl sínum hafi maðurinn hoppað inn og sagt henni að keyra að íbúð þeirra. Þegar þangað var komið hafi hann neytt konuna til munnmaka. Eftir þetta sendi konan vini sínum SMS-skilaboð þar sem hún bað um aðstoð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni í þetta tiltekna skipti en sýknaður af því að hafa svipt brotaþola frelsi sínu. Horfði á klám fyrir framan son sinn Þá segir í niðurstöðum dóms að sonur mannsins hafi greint frá því að ákærði, faðir hans, væri oft að horfa á klámmyndir fyrir framan drenginn og „hristi þá á sér typpið í sófastólnum.“ Sagðist drengurinn oft hafa séð þetta. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa sýnt af sér þessa háttsemi í tæpan mánuð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið fundinn sekur um eina nauðgun gegn konunni, sem lýst var hér á undan, auk áðurnefnds blyðgunarsemis- og barnaverndarlagabrots gagnvart syni sínum. Þá játaði maðurinn að hafa ítrekað gert sekur um ótal brot gegn nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum, eins og áður kom fram. Fyrir þessi brot hefur ákærði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Þá var honum einnig gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 1,6 milljón króna í skaðabætur auk hluta málskostnaðar. Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Þá var hann einnig fundinn sekur um ítrekuð brot á nálgunarbanni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum og þáverandi eiginkonu sinni.Fylgdist með ferðum konunnar í fjóra mánuði Í dómnum yfir manninum kemur fram að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, nauðgun og frelsissviptingu gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn syni þeirra. Þá var maðurinn ákærður fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum með því að hafa látið þjónustaðila koma eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki fyrir í bifreið þáverandi eiginkonu hans, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á um fjögurra mánaða tímabili. Maðurinn neitaði sök í þeim ákæruliðum er hlutu að nauðgunar- og barnaverndarlagabrotum. Hann játaði hins vegar brot á nálgunarbanni og fjarskiptalögum. Sat um hana eftir íslenskunámskeið Í dómi kemur einnig fram að brotaþoli, þáverandi eiginkona mannsins, hafi árið 2016 óskað eftir aðstoð lögreglu vegna endurtekinna ofbeldisbrota af hálfu eiginmanns síns í sinn garð og gagnvart syni þeirra. Hún lýsti ofbeldinu sem andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Um mánuði eftir að konan leitaði fyrst til lögreglu lagði hún fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots og frelsissviptingar sem hafði átt sér stað deginum áður. Konan lýsti því svo að hún hafi verið á íslenskunámskeiði í skóla, en fjölskyldan fluttist til Íslands erlendis frá, þegar ákærði hafi komið að skólanum, setið um hana og beðið eftir henni á bílaplani. Þegar konan hugðist bakka bíl sínum hafi maðurinn hoppað inn og sagt henni að keyra að íbúð þeirra. Þegar þangað var komið hafi hann neytt konuna til munnmaka. Eftir þetta sendi konan vini sínum SMS-skilaboð þar sem hún bað um aðstoð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni í þetta tiltekna skipti en sýknaður af því að hafa svipt brotaþola frelsi sínu. Horfði á klám fyrir framan son sinn Þá segir í niðurstöðum dóms að sonur mannsins hafi greint frá því að ákærði, faðir hans, væri oft að horfa á klámmyndir fyrir framan drenginn og „hristi þá á sér typpið í sófastólnum.“ Sagðist drengurinn oft hafa séð þetta. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa sýnt af sér þessa háttsemi í tæpan mánuð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið fundinn sekur um eina nauðgun gegn konunni, sem lýst var hér á undan, auk áðurnefnds blyðgunarsemis- og barnaverndarlagabrots gagnvart syni sínum. Þá játaði maðurinn að hafa ítrekað gert sekur um ótal brot gegn nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum, eins og áður kom fram. Fyrir þessi brot hefur ákærði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Þá var honum einnig gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 1,6 milljón króna í skaðabætur auk hluta málskostnaðar. Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira